Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 18. mars 2023 14:39
Aksentije Milisic
Hundruðir mættu á jarðarför Atsu í Gana
Mynd: Getty Images

Hundruðir komu saman þegar jarðarför Christian Atsu var haldin í Gana en Atsu fannst látinn undir rústum heimilis síns, tæplega tveimur vikum eftir jarðskjálftann í Tyrklandi.


Fjölskylda, vinir, fulltrúar ríkisstjórnarinnar, forseti þjóðarinnar og fyrrum liðsfélagar Atsu komu saman fyrir utan ríkishúsið í Accra, höfuðborg Gana, til að minnast hans.

Lík hans var flutt heim til Gana í síðasta mánuði en Atsu var mjög vinsæll í heimalandi sínu.

Hann var 31 árs og hafði leikið með Newcastle, Everton og Porto. Hann var að spila fyrir Hatayspor í Tyrklandi þegar hann lést en hann hafði skorað sigurmark liðsins í leik kvöldið fyrir skjálftann.

Hertogarar voru við hlið kistunnar þegar hún var borin niður ganginn fyrir utan fylkishúsið í Gana. Hún var skreytt rauðum, gulum og grænum fána Gana.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner