Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   lau 18. mars 2023 18:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mér líður samt eins og við höfum tapað frekar en að Valur hafi unnið"
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar ræðir m.a. um meiðsli Kyle í viðtalinu.
Arnar ræðir m.a. um meiðsli Kyle í viðtalinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn, bæði lið fengu hálf færi og færi. Í seinni fannst mér við stjórna leiknum og Valur bakkaði, voru mjög þéttir fyrir, voru að beita skyndisóknum og voru alltaf hættulegir í þeim aðgerðum. Mér leið eins og það væri alltaf eitt sekúndubrot í að við myndum skora. Svo stefndi þetta í vítakeppni, en því miður skoraði Valur sigurmarkið í uppbótartíma," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir tapið gegn Val í undanúrslitum Lengjubikarsins í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Valur

Víkingur sótti meira í leiknum en tókst ekki að eiga skot sem Frederik Schram í marki Vals þurfti að verja.

„Við vorum í góðum stöðum, ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur oftar. Það var smá vetrarbragur á skotunum okkar, mögulega vorum við ekki að fylla boxið nægilega vel þegar fyrirgjafirnar komu. Mér fannst líka vanta aðeins meiri gæði í fyrirgjafirnar sjálfar."

„Heilt yfir fannst mér þetta mjög góð frammistaða á móti strákunum gegn sterku liði Vals. Mér fannst við sterkari aðilinn á boltann en við hefðum mátt testa Frederik aðeins meira."


Víkingsliðið náði ekki að nýta hröðu upphlaupin nægilega vel og voru Víkingar oft á tíðum of lengi að ná góðu uppspili sem varð til þess að Valur náði að stilla upp í þéttan varnarmúr.

„Það vantaði, maður var mikið að öskra að það þyrfti meira tempó á boltann. Við breyttum aðeins í hálfleik og mér fannst ganga betur í seinni hálfleik. Þeir eru mjög fljótir að falla niður, eru mjög þéttir og skeinuhættir í sínum aðgerðum."

„Hrós á þá en mér líður samt eins og við höfum tapað leiknum frekar en að Valur hafi unnið hann,"
sagði Arnar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Arnar ræðir meira um leikinn, meiðsli leikmanna og ýmislegt annað.
Athugasemdir
banner
banner