Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   lau 18. mars 2023 18:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mér líður samt eins og við höfum tapað frekar en að Valur hafi unnið"
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar ræðir m.a. um meiðsli Kyle í viðtalinu.
Arnar ræðir m.a. um meiðsli Kyle í viðtalinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn, bæði lið fengu hálf færi og færi. Í seinni fannst mér við stjórna leiknum og Valur bakkaði, voru mjög þéttir fyrir, voru að beita skyndisóknum og voru alltaf hættulegir í þeim aðgerðum. Mér leið eins og það væri alltaf eitt sekúndubrot í að við myndum skora. Svo stefndi þetta í vítakeppni, en því miður skoraði Valur sigurmarkið í uppbótartíma," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir tapið gegn Val í undanúrslitum Lengjubikarsins í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Valur

Víkingur sótti meira í leiknum en tókst ekki að eiga skot sem Frederik Schram í marki Vals þurfti að verja.

„Við vorum í góðum stöðum, ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur oftar. Það var smá vetrarbragur á skotunum okkar, mögulega vorum við ekki að fylla boxið nægilega vel þegar fyrirgjafirnar komu. Mér fannst líka vanta aðeins meiri gæði í fyrirgjafirnar sjálfar."

„Heilt yfir fannst mér þetta mjög góð frammistaða á móti strákunum gegn sterku liði Vals. Mér fannst við sterkari aðilinn á boltann en við hefðum mátt testa Frederik aðeins meira."


Víkingsliðið náði ekki að nýta hröðu upphlaupin nægilega vel og voru Víkingar oft á tíðum of lengi að ná góðu uppspili sem varð til þess að Valur náði að stilla upp í þéttan varnarmúr.

„Það vantaði, maður var mikið að öskra að það þyrfti meira tempó á boltann. Við breyttum aðeins í hálfleik og mér fannst ganga betur í seinni hálfleik. Þeir eru mjög fljótir að falla niður, eru mjög þéttir og skeinuhættir í sínum aðgerðum."

„Hrós á þá en mér líður samt eins og við höfum tapað leiknum frekar en að Valur hafi unnið hann,"
sagði Arnar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Arnar ræðir meira um leikinn, meiðsli leikmanna og ýmislegt annað.
Athugasemdir
banner
banner