Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   lau 18. mars 2023 18:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mér líður samt eins og við höfum tapað frekar en að Valur hafi unnið"
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar ræðir m.a. um meiðsli Kyle í viðtalinu.
Arnar ræðir m.a. um meiðsli Kyle í viðtalinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn, bæði lið fengu hálf færi og færi. Í seinni fannst mér við stjórna leiknum og Valur bakkaði, voru mjög þéttir fyrir, voru að beita skyndisóknum og voru alltaf hættulegir í þeim aðgerðum. Mér leið eins og það væri alltaf eitt sekúndubrot í að við myndum skora. Svo stefndi þetta í vítakeppni, en því miður skoraði Valur sigurmarkið í uppbótartíma," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir tapið gegn Val í undanúrslitum Lengjubikarsins í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Valur

Víkingur sótti meira í leiknum en tókst ekki að eiga skot sem Frederik Schram í marki Vals þurfti að verja.

„Við vorum í góðum stöðum, ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur oftar. Það var smá vetrarbragur á skotunum okkar, mögulega vorum við ekki að fylla boxið nægilega vel þegar fyrirgjafirnar komu. Mér fannst líka vanta aðeins meiri gæði í fyrirgjafirnar sjálfar."

„Heilt yfir fannst mér þetta mjög góð frammistaða á móti strákunum gegn sterku liði Vals. Mér fannst við sterkari aðilinn á boltann en við hefðum mátt testa Frederik aðeins meira."


Víkingsliðið náði ekki að nýta hröðu upphlaupin nægilega vel og voru Víkingar oft á tíðum of lengi að ná góðu uppspili sem varð til þess að Valur náði að stilla upp í þéttan varnarmúr.

„Það vantaði, maður var mikið að öskra að það þyrfti meira tempó á boltann. Við breyttum aðeins í hálfleik og mér fannst ganga betur í seinni hálfleik. Þeir eru mjög fljótir að falla niður, eru mjög þéttir og skeinuhættir í sínum aðgerðum."

„Hrós á þá en mér líður samt eins og við höfum tapað leiknum frekar en að Valur hafi unnið hann,"
sagði Arnar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Arnar ræðir meira um leikinn, meiðsli leikmanna og ýmislegt annað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner