Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 18. mars 2023 18:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mér líður samt eins og við höfum tapað frekar en að Valur hafi unnið"
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar ræðir m.a. um meiðsli Kyle í viðtalinu.
Arnar ræðir m.a. um meiðsli Kyle í viðtalinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn, bæði lið fengu hálf færi og færi. Í seinni fannst mér við stjórna leiknum og Valur bakkaði, voru mjög þéttir fyrir, voru að beita skyndisóknum og voru alltaf hættulegir í þeim aðgerðum. Mér leið eins og það væri alltaf eitt sekúndubrot í að við myndum skora. Svo stefndi þetta í vítakeppni, en því miður skoraði Valur sigurmarkið í uppbótartíma," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir tapið gegn Val í undanúrslitum Lengjubikarsins í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Valur

Víkingur sótti meira í leiknum en tókst ekki að eiga skot sem Frederik Schram í marki Vals þurfti að verja.

„Við vorum í góðum stöðum, ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur oftar. Það var smá vetrarbragur á skotunum okkar, mögulega vorum við ekki að fylla boxið nægilega vel þegar fyrirgjafirnar komu. Mér fannst líka vanta aðeins meiri gæði í fyrirgjafirnar sjálfar."

„Heilt yfir fannst mér þetta mjög góð frammistaða á móti strákunum gegn sterku liði Vals. Mér fannst við sterkari aðilinn á boltann en við hefðum mátt testa Frederik aðeins meira."


Víkingsliðið náði ekki að nýta hröðu upphlaupin nægilega vel og voru Víkingar oft á tíðum of lengi að ná góðu uppspili sem varð til þess að Valur náði að stilla upp í þéttan varnarmúr.

„Það vantaði, maður var mikið að öskra að það þyrfti meira tempó á boltann. Við breyttum aðeins í hálfleik og mér fannst ganga betur í seinni hálfleik. Þeir eru mjög fljótir að falla niður, eru mjög þéttir og skeinuhættir í sínum aðgerðum."

„Hrós á þá en mér líður samt eins og við höfum tapað leiknum frekar en að Valur hafi unnið hann,"
sagði Arnar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Arnar ræðir meira um leikinn, meiðsli leikmanna og ýmislegt annað.
Athugasemdir
banner