Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Útvarpsþátturinn - Landsliðið og Besta með Baldri og Sölva
Kjaftæðið - Jeppakallinn og Bjöggi Stef í gír!
Hugarburðarbolti GW 7 Arsenal komnir á toppinn!
Kjaftæðið - Liverpool í bullinu og Víkingar Íslandsmeistarar!
Uppbótartíminn - Til hamingju Blikar!
Enski boltinn - Er Liverpool í krísu?
Innkastið - Stóru málin með Bjössa Hreiðars
Útvarpsþátturinn - Skjótt skipast veður í lofti
Turnar Segja Sögur: Graeme Souness
Kjaftæðið - Hákon Haralds með sigurmark gegn Roma og stór helgi framundan!
Hugarburðarbolti GW 6 Verður Amorim stjóri Man Utd næstu helgi?
Rann blóðið til skyldunnar - „Eiga inni hjá mér“
Innkastið - Þjálfarakapall og Víkingar meistarar
Leiðin úr Lengjunni: Umspilið gert upp og verðlaun fyrir tímabilið
Tveggja Turna Tal - Milan Stefán Jankovic
Kjaftæðið - Enskir dómarar til skammar og KR á botninum!
Enski boltinn - Menn að tala um meistarasigur
Útvarpsþátturinn - Heimsókn frá Húsavík við Skjálfanda
Leiðin úr Lengjunni: Siggi Höskulds fer yfir sviðið og upphitun fyrir úrslitin
Kjaftæðið - Liðið sem þorir vinnur 50 milljóna leikinn, hlaupa Víkingar með titilinn?
   mán 18. apríl 2016 14:45
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Þetta mót verður eins og enska deildin
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru miklar mannabreytingar hjá okkur í ár. Við höfum misst 7-8 leikmenn og fengið aðra í staðinn. Það verður áskorun að búa til gott lið út úr þessu," sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis við Fótbolta.net í dag en liðinu er spáð 9. sæti í Pepsi-deildinni í sumar.

„Við lentum í 6. sæti í fyrra og viljum klárlega gera betur. Hópurinn er öflugur, byrjunarliðið verður öflugt og við erum með stóran og góðan hóp sem er betri en í fyrra. Í fyrra enduðum við í sjötta sæti, en ekki ofar, af því að við lentum í smá skakkaföllum. Við erum tilbúnari í þá baráttu núna."

Millibils ár
Sex erlendir leikmenn hafa gengið til liðs við Fjölni frá áramótum en Ágúst taldi það nauðsynlegt til að styrkja hópinn.

„Í haust fórum við yfir það hvað þyrfti að gera til að bæta árangurinn síðan í fyrra. Það gekk ekki að fá Íslendinga inn svo við þurftum að leita erlendis til að styrkja hópinn. Þetta er ákveðið millibils ár því að það eru efnilegir strákar að koma upp og þeir verða klárir á næsta ári. Þeir munu líka fá fullt af mínútum í sumar."

„Þetta er í fyrsta skipti sem Fjölnir er með svona marga útlendinga og við þurfum að taka það jákvæða úr því. Þeir koma hingað sem atvinnumenn og ungu strákarnir geta lært af þeim. Þeir eru að taka aukaæfingar og þeir læra á þessu. Okkar strákar fá meiri samkeppni og ganga ekki inn í liðið. Þetta er jákvætt fyrir alla."

Íslensku leikmennirnir ekki viljað koma
Ágúst segir að Fjölnismenn hafi fyrst leitað fyrir sér á leikmannamarkaðinum innanlands en að það hafi ekki borið árangur.

„Íslensku strákarnir hafa ekki viljað koma til okkar. Ég veit ekki hvort það séu laun, þjálfarinn, félagið eða hvað það er. Heilt yfir eru útlendingar af þessari getu ódýrari en Íslendingarnir. Það er ástæða þess að við förum erlendis."

Guðmundur Karl Guðmundsson tók við fyrirliðabandinu á dögunum eftir að Bergsveinn Ólafsson fór í FH.

„Við erum með fullt af fyrirliðum í liðinu. Við erum með Óla Palla, Gunna Má, Þórð, Gumma Bö. Í raun eru 7-8 fyrirliðar í þessu liði. Sá sem ber bandið er ekki númer 1, 2 og 3. Gummi Kall varð fyrir valinu og ber það með sóma. Flottur Fjölnisstrákur þar á ferð."

Guðmundur Karl er einn fjölhæfasti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni en hann hefur spilað á kanti, miðju og í bakverði undanfarin ár.

„Hann er góður markaskorari og ætli það verði ekki hans hlutskipti að vera framarlega á vellinum. Hann getur líka leyst vinstri bakvörðinn og verður settur þangað ef við lendum í vandræðum."

Tími litlu liðanna
Ágúst telur að mótið í ár verði jafnt og spennandi og að óvænt úrslit geti litið dagsins ljós.

„Þetta mót verður svolítið eins og enska deildin. Liðin eru að vinna hvort annað og ég held að það verði reyndin í sumar. Það verða ekki stóru liðin sem hala inn stigum. Þetta verður mjög forvitnilegt. Ég held að þetta verði tími litlu liðanna og liðsheildarinnar."

„Ísland, Wales og Norður-Írland eru komin á EM og liðsheildin er sterkari en einstaklingurinn. Við erum að reyna að búa til liðsheild úr mismunandi leikmönnum og hvort að við náum því verður að koma í ljós. Það verða 4-5 stór lið sem verða sterk en þau þurfa að fara varlega inn í tímabilið. Það er ekkert gefið í þessu."


Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner