Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 18. apríl 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Bellingham: Í fyrsta sinn sem hann sér mig spila fyrir Real Madrid
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: EPA
Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid, segir það frábært að spila undir stjórn Ítalans Carlo Ancelotti.

„Okkar helsti styrkleiki er að hann gefur svo mörgum frjálsræði inni á vellinum. Hann gefur okkur frelsi og kemur með ró og sjálfstraust. Ég kom að honum geispandi og hann sagði mér að fara út og gera sig spenntan," segir Bellingham.

„Þú verður að finna fyrir ábyrgð en ekki pressu þegar þú spilar fyrir lið eins og Real Madrid. Tilfinningin að pila fyrir félagið er mögnuð og vonandi upplifir maður fleiri svona kvöld."

Real Madrid sló Evrópumeistara Manchester City út úr Meistaradeildinni í gær eftir vítaspyrnukeppni.

„Fjölskylda mín var á vellinum sem gerði þessa stund enn sérstakir. Bróðir minn er hérna og þetta var í fyrsta sinn sem hann sér mig spila fyrir Real Madrid," segir Bellingham en obe bróðir hans er átján ára og hefur byrjað 40 af 43 leikjum Sunderland í Championship-deildinni á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner