Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   fös 18. apríl 2025 22:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aubameyang skoraði sigurmarkið gegn Al-Nassr - Mahrez fór á kostum
Mynd: EPA
Al-Nassr mistókst að komast nær toppliði Al-Ittihad í sádí-arabísku deildinni eftir tap gegn Al-Qadsiah í kvöld.

Al-Qadsiah var með 1-0 forystu í hálfleik en Sadio Mane jafnaði metin á 84. mínútu þegar hann slapp einn í gegn. Aðeins þremur mínútum síðar tryggði Pierre-Emerick Aubameyang Al-Qadsiah sigurinn með skallamarki.

Cristiano Ronaldo og Jhon Duran voru í fremstu víglínu hjá Al-Nassr en komust ekki á blað. Riyad Mahrez fór hamförum þegar Al-Ahli vann öruggan sigur á Al-Fayha.

Ibanez skoraði tvö fyrstu mörk leiksins en Mahrez lagði upp bæði mörkin. Ivan Toney kom liðinu í 3-0 með marki í uppbótatíma fyrri hálfleiks og aftur var Mahrez arkitektinn.

Toney skoraði úr vítaspyrnu og kom Al-Ahli í 4-0 áður en Mahrez innsiglaði 5-0 sigur.

Al-Nassr er í 3. sæti með 57 stig, átta stigum á eftir Al-Ittihad sem tapaði gegn Al-Fateh í gær. Al-Ahli er í 4. sæti með 55 stig, jafn mörg stig og Al-Qadsiah sem er í 5. sæti.
Athugasemdir
banner
banner