Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
   lau 18. maí 2019 19:45
Ester Ósk Árnadóttir
Óskar Hrafn: Mætum hingað með tvo hluti, hugrekki og karakter
Mynd: Hulda Margrét
"Ég er bara stoltur af drengjunum. Þórsarar eru örugglega með besta lið deildarinnar, hrikalega erfiðir heim að sækja og á grasvelli sem við höfum ekki verið mikið á. Það að ná í þrjú stig hér er frábært," sagði Óskar þjálfari Gróttu eftir 2-3 sigur á móti Þór á Þórsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  3 Grótta

Byrjunin var frábær hjá drengjunum í Gróttu og eftir þrjár mínútur var staðan orðinn 0-2 fyrir þeim.

"Það er alveg klárt mál að þessi tvö mörk gáfu liðinu sjálfstraust. Aulalegt að gefa þeim þessa vítaspyrnu sem kemur þeim aftur inn í leikinn. Mér fannst þetta vera óþarflega spennandi, við endum leikinn einum fleiri síðustu þrjátíu mínúturnar en við vorum ekki góðir að halda boltanum né að róa leikinn eða hafa stjórn á honum."

Liðið hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum og markaskorunin að dreifast vel.

"Það skiptist vel á milli. Það eru margir sem geta skorað í þessu liði og á meðan mörkin koma þá fögnum við því. Vissulega erum við búnir að fá á okkur sex mörk líka. Við þurfum að fara að spila aðeins betri vörn. Erfitt að þurfa að skora þrjú mörk í hverjum leik til að vinna hann. Það er kannski næsta mál að vera aðeins betri varnarlega og jafn beittir sóknarlega."

Grótta sækir 3 stig í dag á erfiðan útivöll.

"Gríðarlega stoltur af baráttunni. Mætum hingað með tvo hluti, hugrekki og karakter og ég get í raun ekki beðið um meira. Þetta snérist um það hvernig mínir menn myndum mæta til leiks og þeir voru besta útgáfan af sjálfum sér. Get ekki fundið lýsingarorð sem lýsir því hvað ég er stoltur af þeim."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir