Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 18. maí 2019 19:45
Ester Ósk Árnadóttir
Óskar Hrafn: Mætum hingað með tvo hluti, hugrekki og karakter
Mynd: Hulda Margrét
"Ég er bara stoltur af drengjunum. Þórsarar eru örugglega með besta lið deildarinnar, hrikalega erfiðir heim að sækja og á grasvelli sem við höfum ekki verið mikið á. Það að ná í þrjú stig hér er frábært," sagði Óskar þjálfari Gróttu eftir 2-3 sigur á móti Þór á Þórsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  3 Grótta

Byrjunin var frábær hjá drengjunum í Gróttu og eftir þrjár mínútur var staðan orðinn 0-2 fyrir þeim.

"Það er alveg klárt mál að þessi tvö mörk gáfu liðinu sjálfstraust. Aulalegt að gefa þeim þessa vítaspyrnu sem kemur þeim aftur inn í leikinn. Mér fannst þetta vera óþarflega spennandi, við endum leikinn einum fleiri síðustu þrjátíu mínúturnar en við vorum ekki góðir að halda boltanum né að róa leikinn eða hafa stjórn á honum."

Liðið hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum og markaskorunin að dreifast vel.

"Það skiptist vel á milli. Það eru margir sem geta skorað í þessu liði og á meðan mörkin koma þá fögnum við því. Vissulega erum við búnir að fá á okkur sex mörk líka. Við þurfum að fara að spila aðeins betri vörn. Erfitt að þurfa að skora þrjú mörk í hverjum leik til að vinna hann. Það er kannski næsta mál að vera aðeins betri varnarlega og jafn beittir sóknarlega."

Grótta sækir 3 stig í dag á erfiðan útivöll.

"Gríðarlega stoltur af baráttunni. Mætum hingað með tvo hluti, hugrekki og karakter og ég get í raun ekki beðið um meira. Þetta snérist um það hvernig mínir menn myndum mæta til leiks og þeir voru besta útgáfan af sjálfum sér. Get ekki fundið lýsingarorð sem lýsir því hvað ég er stoltur af þeim."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner