Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 18. maí 2019 19:45
Ester Ósk Árnadóttir
Óskar Hrafn: Mætum hingað með tvo hluti, hugrekki og karakter
Mynd: Hulda Margrét
"Ég er bara stoltur af drengjunum. Þórsarar eru örugglega með besta lið deildarinnar, hrikalega erfiðir heim að sækja og á grasvelli sem við höfum ekki verið mikið á. Það að ná í þrjú stig hér er frábært," sagði Óskar þjálfari Gróttu eftir 2-3 sigur á móti Þór á Þórsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  3 Grótta

Byrjunin var frábær hjá drengjunum í Gróttu og eftir þrjár mínútur var staðan orðinn 0-2 fyrir þeim.

"Það er alveg klárt mál að þessi tvö mörk gáfu liðinu sjálfstraust. Aulalegt að gefa þeim þessa vítaspyrnu sem kemur þeim aftur inn í leikinn. Mér fannst þetta vera óþarflega spennandi, við endum leikinn einum fleiri síðustu þrjátíu mínúturnar en við vorum ekki góðir að halda boltanum né að róa leikinn eða hafa stjórn á honum."

Liðið hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum og markaskorunin að dreifast vel.

"Það skiptist vel á milli. Það eru margir sem geta skorað í þessu liði og á meðan mörkin koma þá fögnum við því. Vissulega erum við búnir að fá á okkur sex mörk líka. Við þurfum að fara að spila aðeins betri vörn. Erfitt að þurfa að skora þrjú mörk í hverjum leik til að vinna hann. Það er kannski næsta mál að vera aðeins betri varnarlega og jafn beittir sóknarlega."

Grótta sækir 3 stig í dag á erfiðan útivöll.

"Gríðarlega stoltur af baráttunni. Mætum hingað með tvo hluti, hugrekki og karakter og ég get í raun ekki beðið um meira. Þetta snérist um það hvernig mínir menn myndum mæta til leiks og þeir voru besta útgáfan af sjálfum sér. Get ekki fundið lýsingarorð sem lýsir því hvað ég er stoltur af þeim."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner