Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. maí 2022 11:30
Fótbolti.net
Tiki Taka augnakonfekt hjá Blikum - „Náðu bara ekki að klukka okkur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þriðja mark Breiðabliks gegn Víkini var ansi fallegt, bæði afgreiðsla og Kristins Steindórssonar og spil Breiðabliks í aðdragandanum.

„TIKI TAKA TAKK FYRIR!!! Þetta var rosalega auðvelt ertu að grínast? Blikarnir voru bara í reitabolta fyrir framan teig Víkinga og léku sér að Víkingunum sem endar með því að Jason fær boltann í teignum og sendir á Kidda Steindórs sem leggur hann fyrir sig og klárar þetta meistaralega í fjærhornið yfir Ingvar. Joga Bonito! 13 sendingar fyrir framan teig Víkinga áður en Kiddi skoraði!" skrifaði Arnar Laufdal Arnarsson sem textalýsti leiknum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Beiðabliks, var spurður út í markið í viðtali eftir leik.

„Þetta var fallegt og auðvitað svolítið sem við höfum gert nokkrum sinnum en kannski ekki með þessum árangri. Þetta eru auðvitað góðir fótboltamenn, var virkilega vel spilaður og Víkingar náðu bara ekki að klukka okkur og afgreiðslan var frábær hjá Kidda," sagði Óskar.

„Fyrir hlutlausan aðila að horfa á þetta spil Breiðabliks var augnakonfekt. Þeir eru á litlu svæði, spila stuttum sendingum í fáum snertingum," sagði Sæbjörn Steinke í Innkastinu þar sem umferðin í Bestu deildinni var gerð upp.


Óskar Hrafn: Ég er bara sæmilega sáttur með lífið
Innkastið - Enginn á séns í Blika og fallfnykur í Breiðholti og Eyjum
Athugasemdir
banner
banner