Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. júlí 2021 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Væri frekar til í að hafa Stones en Varane
John Stones.
John Stones.
Mynd: Getty Images
Jamie O'Hara, fyrrum miðjumaður Tottenham, væri frekar til í að hafa John Stones en Raphael Varane í sínu liði.

Það eru sterkar sögusagnir um það að Varane sé að ganga í raðir Manchester United þar sem hann mun væntanlega mynda miðvarðarpar með Harry Maguire.

Varane er 28 ára gamall og er núna á mála hjá Real Madrid. Hann hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum með Madrídarstórveldinu og varð heimsmeistari með Frakklandi 2018.

Hann er með ágæta ferilskrá svo ekki sé meira sagt. Þrátt fyrir það væri O'Hara frekar til í að vera með Stones, miðvörð Manchester City og enska landsliðsins, í sínu liði.

O'Hara, sem er sérfræðingur Talksport í Bretlandi, sagði: „Ég elska John Stones... hann er rólegur, yfirvegaður en líka frábær varnarmaður."

„Ég væri frekar til í að hafa hann í mínu liði en Varane. Ef Varane er það góður, af hverju er þá Real Madrid að leyfa honum að fara þegar hann er 28 ára? Þeir væru ekki að leyfa honum að fara ef þeim finnst hann það stórkostlegur. Manchester City leyfir ekki John Stones að fara."

Varane rennur út á samningi sínum við Real Madrid næsta sumar og hann er sagður til í nýja áskorun með Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner