Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 18. júlí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Alonso að fá Terrier frá Rennes
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Martin Terrier er á leið til Bayer Leverkusen frá Rennes.

Terrier er 27 ára gamall sóknarmaður sem getur bæði spilað sem fremsti maður og á vængnum.

Frakkinn hefur komið að 75 mörkum í 141 leik með Rennes síðustu fjögur ár og er nú klár í næsta skref ferilsins.

Bayer Leverkusen og Rennes hafa náð samkomulagi um kaupverð en þýska félagið greiðir 22 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Terrier verður í Leverkusen í dag til að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir langtímasamning.

Hann verður þriðji leikmaðurinn Xabi Alonso fær til Leverkusen í sumar á eftir Aleix Garcia og Jeanuel Benocian.
Athugasemdir
banner