Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 18. júlí 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Potter tilbúinn að snúa aftur eftir meira en eitt ár í fríi
Graham Potter.
Graham Potter.
Mynd: EPA
Graham Potter, fyrrum stjóri Brighton og Chelsea, segist vera tilbúinn að snúa aftur eftir frí.

Potter var rekinn frá Chelsea í apríl 2023 og hefur síðan þá verið í fríi frá þjálfun.

Hann hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarf Englands og er með líklegustu mönnum til að taka við því eftir að Gareth Southgate hætti störfum.

Potter vildi ekki tjá sig um sögusagnir í tengslum við landsliðsþjálfarastarfið en segist vera tilbúinn að snúa aftur.

„Það var mikilvægt fyrir mig að taka frí, hugsa aðeins og líta til baka. Þetta hefur verið góður tími fyrir mig til að skoða aðrar íþróttir, skoða lið og heimsækja staði. Ég er tilbúinn og mjög spenntur að snúa aftur þegar rétta tækifærið kemur upp," segir Potter.
Athugasemdir
banner
banner
banner