Cavan Sullivan, fjórtán ára leikmaður Philadelphia Union, sló met þegar hann kom inn sem varamaður á 85. mínútu í 5-1 sigri gegn New England Revolution.
14 ára og 293 daga gamall varð hann yngsti leikmaður í sögunni til að spila í bandarísku MLS-deildinni. Hann sló met Freddy Adu sem var 14 ára 306 daga þegar hann lék fyrir DC United árið 2004.
Ferill Adu, sem var mikil barnastjarna og kallaður undrabarn, náði aldrei neinu flugi. Það er vonandi að Sullivan fari ekki sömu leið og eigi bjartari framtíð framundan í boltanum.
14 ára og 293 daga gamall varð hann yngsti leikmaður í sögunni til að spila í bandarísku MLS-deildinni. Hann sló met Freddy Adu sem var 14 ára 306 daga þegar hann lék fyrir DC United árið 2004.
Ferill Adu, sem var mikil barnastjarna og kallaður undrabarn, náði aldrei neinu flugi. Það er vonandi að Sullivan fari ekki sömu leið og eigi bjartari framtíð framundan í boltanum.
Ráðgert er að Sullivan muni ganga í raðir Manchester City þegar hann verður átján ára gamall. Fyrr á þessu ári var greint frá því að City hefði náð samkomulagi um að fá þennan stórefnilega leikmann.
Þess má geta að meðal annarra úrslita í MLS-deildinni var 3-0 útisigur Orlando City gegn Nashville. Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn í hægri bakverði Orlando og krækti sér í gult spjald í leiknum. Nökkvi Þeyr Þórisson byrjaði fyrir St. Louis sem tapaði 2-0 fyrir Seattle Sounders. Nökkvi var tekinn af velli á 76. mínútu.
History made.#DOOP pic.twitter.com/b5GuOT2Asx
— Philadelphia Union (@PhilaUnion) July 18, 2024
Athugasemdir