Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 18. ágúst 2022 15:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höfðu unnið sautján heimaleiki í röð - „Sterkasti heimavöllur í sögu Íslands"
Sölvi Snær kom Breiðabliki yfir á mánudag.
Sölvi Snær kom Breiðabliki yfir á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hafði spilað sautján heimaleiki í röð á Íslandsmóti án þess að tapa stigi þegar Víkingur kom í heimsókn á mánudag.

51 stig af 51 mögulegu og markatalan í þessum leikjum var 57:9. Liðið tapaði fyrsta leik sínum á síðasta tímabili gegn KR og í næstu tíu heimaleikjum fékk liðið einungis eitt mark á sig.

Leikurinn á mánudag endaði með 1-1 jafntefli og endaði það þar með sautján leikja sigurhrinu Breiðabliks á heimavelli á Íslandsmótinu.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, kom inn á heimavallarárangur Breiðabliks í viðtali eftir leik. Þess má geta að viðureign þessara liða, Breiðabliks og Víkings, á Kópavogsvelli á síðasta tímabili endaði með 4-0 sigri Breiðabliks.

„Stig á þessum velli, miðað við það sem á undan hefur gengið, ég tek það. Þetta er örugglega sterkasti heimavöllur í sögu Íslands. Það getur vel verið að mínir gömlu félagar uppá Skaga eigi eitthvað svipað 'record' en þetta er ótrúlegur árangur sem Blikarnir hafa náð á heimavelli," sagði Arnar.

Í síðasta mánuði vann Breiðablik sinn sextánda heimaleik í röð sem bætti met ÍBV frá því seint á síðustu öld.
Arnar Gunnlaugs: Þurftum að segja nokkur vel valin orð í hálfleik
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner