Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 18. september 2019 18:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Tottenham missti frá sér 2-0 forystu
Mynd: Getty Images
Tveir leikir eru búnir í Meistaradeildinni í kvöld. Ensku liðin fóru ekki vel af stað í gær. Tottenham var að klára sinn fyrsta leik í riðlakeppninni og fer ekki vel af stað, rétt eins og ensku liðin í gær.

Tottenham heimsótti Olympiakos í Grikklandi. Tottenham fékk víti á 26. mínútu þegar brotið var á Harry Kane. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði. Markið kom svolítið gegn gangi leiksins.

Stuttu síðar skoraði Lucas Moura annað mark Spurs. Lucas Moura skoraði þá með góðu skoti eftir að Ben Davies hafði unnið boltann.

Olympiakos spilaði vel í leiknum og þeir náðu í verðskuldað mark fyrir leikhlé. Það skoraði Daniel Podence eftir samleik við Mathieu Valbuena.

Á 52. mínútu fékk Olympiakos vítaspyrnu þegar Jan Vertonghen braut af sér. Valbuena fór á punktinn og jafnaði fyrir gríska liðið.

Þar við sat, það voru ekki fleiri mörk skoruð. Lokatölur 2-2. Ekki besti leikur Tottenham, en í þessum riðli eru einnig Rauða stjarnan frá Serbíu og Bayern München.

Það kláraðist leikur á sama tíma. Sá leikur, sem var á milli Club Brugge og Galatasaray, endaði með markalausu jafntefli. Með þeim liðum í riðli eru PSG og Real Madrid.

A-riðill:
Club Brugge 0 - 0 Galatasaray

B-riðill:
Olympiakos 2 - 2 Tottenham
0-1 Harry Kane ('26 , víti)
0-2 Lucas Moura ('30 )
1-2 Daniel Podence ('44 )
2-2 Mathieu Valbuena ('54 , víti)

Klukkan 19:00 hefjast sex leikir. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner