Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. september 2021 12:45
Aksentije Milisic
Moyes: Solskjær að gera góða hluti hjá United
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri West Ham, hefur hrósað Ole Gunnar Solskjær fyrir leik West Ham og Manchester United á morgun.

Liðin mætast kl.13 í London í áhugaverðum leik. Fyrir umferðina situr Man Utd í efsta sæti deildarinnar á markatölu en West Ham er í því áttunda, með einungis tveimur stigum minna.

Moyes segir að Ole sé að gera góða hluti með liðið og að það geti barist um þann stóra á Englandi á ný.

„Ég held að Ole hafi fengið alvöru tækifæri til að búa til sitt lið. Hann er að gera góða hluti að mínu mati. Hann er með lið sem getur klárlega barist um Englandsmeistaratitilinn og verið aftur keppnishæfir," sagði þessi fyrrverandi stjóri Manchester United.

Solskjær var mikið gagnrýndur eftir tap United gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu fyrr í vikunni. Hann hefur tapað sjö af ellefu leikjum sínum sem stjóri United í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner
banner