Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. október 2020 12:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Sheffield United og Fulham tóku sitt fyrsta stig
Mynd: Getty Images
Sheffield Utd 1 - 1 Fulham
0-0 Aleksandar Mitrovic ('57 , Misnotað víti)
0-1 Ademola Lookman ('77 )
1-1 Billy Sharp ('85 , víti)

Billy Sharp bjargaði stigi fyrir Sheffield United þegar liðið mætti nýliðum Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta leik þessa sunnudags.

Ademola Lookman, sem er á láni hjá Fulham frá RB Leipzig, skoraði fyrsta mark leiksins á 77. mínútu. Tuttugu mínútum áður hafði Aleksandar Mitrovic, sóknarmaður Fulham, klúðrað vítaspyrnu.

Fulham spilaði nokkuð vel, en það var ekki nóg til þess að vinna leikinn. Sheffield United jafnaði á 85. mínútu og var það Sharp sem skoraði af vítapunktinum.

Lokatölur 1-1 og bæði lið eru komin með eitt stig eftir fimm leiki í deildinni. Sheffield United var fyrir mót spáð góðu gengi eftir að hafa komið á óvart á síðustu leiktíð, en Fulham var spáð falli.

Aðrir leikir dagsins:
13:00 Crystal Palace - Brighton (Síminn Sport)
15:30 Tottenham - West Ham (Síminn Sport)
18:15 Leicester - Aston Villa (Síminn Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner