Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. október 2020 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers: Vorum óheppnir að tapa
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, var svekktur eftir naumt tap gegn Aston Villa fyrr í kvöld.

Sigurmark Villa kom í uppbótartíma en Leicester mætti ekki til leiks með sitt sterkasta lið vegna mikils magns meiðsla innan hópsins.

„Við vorum óheppnir að tapa mjög tæpum leik en svona gerist. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn en við viljum ekki nota það sem afsökun. Meiðsli og annað slíkt eru góð tækifæri fyrir leikmenn sem vilja sanna sig og vinna sér inn sæti í liðinu," sagði Rodgers að leikslokum.

„Við gáfum markverðinum þeirra lítið að gera, það vantaði uppá gæðin á lokaþriðjungnum þar sem sendingarnar misstu marks á örlagastundum.

„Við erum vonsviknir og munum leggja mikið á okkur til að gera betur. Það er mikið magn leikja framundan, það verður kjörið tækifæri fyrir ýmsa leikmenn til að fá aukinn spiltíma."


Leicester, sem var meðal annars án Jamie Vardy, Wilfred Ndidi og Caglar Soyuncu, tekur þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í haust.
Athugasemdir
banner
banner