Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   mán 18. október 2021 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Fram 
Alex Freyr verður áfram hjá Fram (Staðfest)
Alex Freyr kyssir bikarinns em Fram fékk fyrir sigur í Lengjudeildinni í sumar. Hann verður áfram með  félaginu í efstu deild.
Alex Freyr kyssir bikarinns em Fram fékk fyrir sigur í Lengjudeildinni í sumar. Hann verður áfram með félaginu í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram tilkynnti í dag að Alex Freyr Elísson hafi samið um að vera áfram hjá félaginu næstu tvö tímabil.

Allt benti til þess að Alex Freyr væri á leið í Víking Reykjavík í lok tímabilsins en Víkingar hættu við á elleftu stundu.

„Alex er að fara frá okkur og ég veit ekki af hverju Víkingur er eitthvað að tefja það að gefa það út. Staðan er þannig og því miður, sárt að sjá á eftir honum. Hann er svo sem ekki fyrsti maðurinn til að fara á milli þessara tveggja félaga. Svo kemur það bara í ljós hversu góð eða slæm ákvörðun það var," sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram við Fótbolta.net 11. september síðastliðinn eftir leik gegn Kórdrengjum.

Jón hafði þá valið að hafa Alex ónotaðan varamann og gefa ungum mönnum tækifæri í staðinnn enda Fram komið upp á þeim tímapunkti. Nú er ljóst að Alex Freyr fer hvergi og hefur gert tveggja ára samning sem gildir út tímabilið 2023.

Alex Freyr lék sinn fyrsta leik fyrir Fram árið 2015 og alls hefur hann leikið 126 leiki fyrir félagið.

„Það eru mikil gleðitíðindi að Alex Freyr spili með uppeldisfélagi sínu í deild hinna bestu á nýjum og glæsilegum velli í Úlfarsárdal þar sem hann er svo sannarlega á heimavelli," segir í tilkynningu Fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner