Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   þri 18. október 2022 16:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ómar verður aðalþjálfari áfram - Stýrði sinni fyrstu æfingu árið 2000
Ómar Ingi Guðmundsson.
Ómar Ingi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK leikur í Bestu deildinni á næstu leiktíð.
HK leikur í Bestu deildinni á næstu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Ingi Sigurðarson.
Stefán Ingi Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðastliðinn laugardag.

Brynjar Björn Gunnarsson fór til Svíþjóðar í maí og Ómar Ingi tók þá við stýrinu og kláraði það verkefni að koma HK aftur upp. Ómar hefur lengi þjálfað í yngri flokkum HK og var hann aðstoðarþjálfari Brynjars áður en hann fór til Svíþjóðar.

Ómar Ingi, sem er gríðarlega mikið tengdur félaginu, fær það stóra verkefni að stýra HK í Bestu deildinni á næstu leiktíð.

„Ég set það fremst hjá mér að félaginu gangi vel. Ef það hefði verið góður kostur í boði þá hefði ég tekið því opnum örmum, en ég fékk alltaf ró yfir því að það gekk vel og leikmenn báru traust til mín. Við fórum á gott skrið og þau tóku þessu rólega," sagði Ómar sem fékk þau skilaboð um mitt sumar að yfirmenn hans væri hættir að leita að nýjum þjálfara.

„Það sem þetta snerist um að ég myndi gera allt sem ég gæti gert til að styðja við það að félagið færi aftur með lið upp."

Hver er staðan á þessum málum núna?

„Ég verð aðalþjálfari liðsins áfram. Við erum að klára í kringum teymið og með nokkra leikmenn og svona," sagði Ómar, sem er fæddur árið 1986.

Ómar segir að hann hefði verið tilbúinn að gerast aftur aðstoðarþjálfari ef það hefði verið ákveðið. Hann er hins vegar spenntur fyrir þessu verkefni. Hann stýrði sinni fyrstu æfingu hjá HK árið 2000 og núna fær hann þessa stóru áskorun.

Mjög oft gerist það að þjálfarar eru reknir. HK er að fara upp í Bestu deildina og verður það erfitt. Hvað gerist ef HK rekur sinn dáðasta son?

„Ég held að ég verði líklegast fyrsti maðurinn til að átta mig á því ef félagið þarf að gera eitthvað annað - ef sú staða kemur upp. Ef sú staða kemur upp að högum félagsins sé betur borgið öðruvísi, þá held ég að ég muni átta mig á því sjálfur. Ég er enn að þjálfa 6. flokk og mér finnst það ótrúlega gaman. Það þurfa ekki að þýða endalok mín í félaginu (ef hann verður rekinn)," sagði Ómar.

Ætla að reyna að fá Stefán Inga yfir
Sóknarmaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson var gríðarlega mikilvægur fyrir HK fyrri hluta sumars. Hann skoraði tíu mörk í 13 leikjum áður en hann fór út í skóla í Bandaríkjunum.

Hann er að klára háskólanám núna og er líklegt að hann geti klárað heilt tímabil á Íslandi næstu leiktíð. Stefán er samningsbundinn Breiðabliki en nágrannarnir í HK eru að horfa til hans.

„Ég held við eigum einhvern möguleika á því að fá hann aftur. Ég veit ekki hvernig staða hans verður og ég held að Blikarnir viti það ekki heldur hvernig staða hans verður hjá þeim," sagði Ómar.

„Hann hefur verið í skóla í Bandaríkjunum á veturnar og verið í láni á sumrin. Hann er að klára núna um áramótin. Af mínum samtölum við hann þá leið honum vel við okkur. Ef hann er fáanlegur þá mun félagið reyna að fá hann."

HK ætlar að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil en hér fyrir neðan er hægt að hlusta á umræðuna úr útvarpsþættinum sem Ómar ræðir meira um verkefni sitt hjá HK og efnilega leikmenn hjá félaginu.
Útvarpsþátturinn - Ómar Ingi og helstu boltamálin
Athugasemdir
banner
banner