Tvær breytingar hafa verið gerðar á landsliðshópi kvenna fyrir æfingaleiki gegn Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði.
Alexandra Jóhannsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir geta ekki tekið þátt í verkefninu vegna meiðsla.
Því hafa Ásdís Karen Halldórsdóttir og Heiða Ragney Viðarsdóttir verið kallaðar inn í hópinn.
Alexandra Jóhannsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir geta ekki tekið þátt í verkefninu vegna meiðsla.
Því hafa Ásdís Karen Halldórsdóttir og Heiða Ragney Viðarsdóttir verið kallaðar inn í hópinn.
Ásdís Karen, sem er á mála hjá Lilleström, hefur ekki enn spilað með A-landsliðinu þó hún hafi oft verið hluti af hópnum áður. Hún á að baki leik með U23 landsliðinu gegn Eistlandi.
Heiða Ragney, sem varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í sumar, hefur eftir því sem Fótbolti.net kemst næst aldrei verið hluti af A-landsliðshópnum. Hún var í liði ársins í Bestu deild kvenna í sumar og átti stórkostlegt tímabil.
Ásdís Karen er sóknarsinnaður leikmaður sem getur spilað á köntunum og fremst á miðju. Heiða Ragney er djúpur miðjumaður.
?? Ásdís Karen Halldórsdóttir og Heiða Ragney Viðarsdóttir hafa verið kallaðar inn í hóp A kvenna fyrir tvo vináttuleiki gegn Bandaríkjunum.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 18, 2024
?? Alexandra Jóhannsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir geta ekki tekið þátt vegna meiðsla.#viðerumísland pic.twitter.com/0ndXZQblk4
Athugasemdir