Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   lau 18. nóvember 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Marcelo Gallardo ráðinn til Al-Ittihad (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sádí-arabísku meistararnir í Al-Ittihad eru búnir að tilkynna samkomulag við argentínska þjálfarann Marcelo Gallardo.

Gallardo er búinn að gera eins og hálfs árs samning við félagið með möguleika á framlengingu um tvö ár til viðbótar ef liðinu gengur vel.

Gallardo er 47 ára gamall og hefur verið afar eftirsóttur eftir dvöl sína við stjórnvölinn hjá River Plate í Argentínu. Hann spilaði meðal annars fyrir Paris Saint-Germain og AS Mónakó sem atvinnumaður í fótbolta, þar sem hann lék sem sóknartengiliður og skoraði 13 mörk í 44 landsleikjum með Argentínu.

Gallardo byrjaði þjálfaraferilinn hjá Nacional í Úrúgvæ, félaginu sem hann endaði fótboltaferilinn með, og var svo ráðinn til uppeldisfélagsins River Plate.

Gallardo lék yfir 200 leiki sem leikmaður hjá River Plate og þjálfaði félagið í átta ár.

Nuno Espirito Santo, fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham og Wolves, var rekinn úr þjálfarastólnum hjá Al-Ittihad á dögunum.

Al-Ittihad er í fimmta sæti sádí-arabísku deildarinnar, með 24 stig eftir 13 umferðir. Liðið er ellefu stigum á eftir toppliði Al-Hilal.

Karim Benzema, N'Golo Kanté og Fabinho eru samningsbundnir félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner