Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   lau 18. nóvember 2023 15:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rosenborg vann meistarana í Valerenga - Esbjerg óstöðvandi
Selma Sól
Selma Sól
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn í leiknum gegn Slóvakíu
Elías Rafn í leiknum gegn Slóvakíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Lokaumferðin í efstu deild kvenna í Noregi fór fram í dag þar sem tvö efstu liðin áttust við.


Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur í Valerenga tryggðu sér titilinn um síðustu helgi en Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur í Rosenborg höfnuðu í 2. sæti aðeins stigi á eftir Valerenga eftir sigur í dag.

Leikurinn fór fram á heimavelli Rosenborg en Selma kom inn á sem varamaður undir lok leiksins í 3-0 sigri. Ingibjörg var á sínum stað í byrjunarliði Valerenga.

Í Þýskalandi eru einnig íslenskar landsliðskonur í toppbaráttunni en Wolfsburg komst á toppinn í dag í bili að minnsta kosti eftir 2-0 sigur á Duisburg en Sveindís Jane er fjarverandi vegna meiðsla.

Wolfsburg er með tveggja stiga forystu á Bayern Munchen en liðið er búið að spila einum leik meira. Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Bayern heimsækja Werder Bremen á morgun.

Esbjerg óstöðvandi og Mafra vann án Elíasar

Ísak Óli Ólafsson var á bekknum þegar Esbjerg vann sjöunda leik sinn í röð í næst efstu deild í Danmörku þegar liðið vann sjöunda leik sinn í röð. Liðið lagði Hellerup 4-1 og er án taps í tíu leikjum í röð.

Esbjerg er með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 16 umferðir.

Elías Rafn Ólafsson er að undirbúa sig fyrir landsleik Íslands gegn Portúgal annað kvöld í lokaleik landsliðsins í undankeppni EM.

Hann spilar með portúgalska liðinu Mafra í næst efstu deild. Hans menn tóku á móti Vilaverdense í dag og unnu 1-0 þar sem Guilherme skoraði. Hann klikkaði á vítaspyrnu en fylgdi eftir og skoraði. Mafra er í 5. sæti með 17 stig eftir 11 leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner