Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. janúar 2022 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Bergwijn kom sá og sigraði - Tvö í uppbótartíma
Mynd: Getty Images
Leicester City 2 - 3 Tottenham
1-0 Patson Daka ('24 )
1-1 Harry Kane ('38 )
2-1 James Maddison ('76 )
2-2 Steven Bergwijn ('90 )
2-3 Steven Bergwijn ('90 )

Tottenham sigraði Leicester í einum ótrúlegum fótboltaleik í kvöld. Tottenham byrjaði mun betur en Patson Daka kom Leicester yfir eftir 25 mínútna leik, algjörlega gegn gangi leiksins.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fór Harry Kane ansi illa með Caglar Soyuncu varnarmann Leicester og setti boltann í stöngina og inn.

Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum var markaskorari Leicester, Patson Daka, tekinn af velli fyrir Harvey Barnes. Tæpri mínútu síðar var staðan orðin 2-1 fyrir Leicester.

Það var varamaðurinn Barnes sem átti sendingu á James Maddison sem skoraði og það stefndi allt í sigur Leicester.

Þegar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma kom Steven Bergwijn inná fyrir Tottenham.

Þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma vildi hann fá víti og hann hrinti síðan Soyuncu og fékk ekkert víti en nældi sér í gult spjald í staðinn.

Kastljósið beindist áfram að Bergwijn því tveimur mínútum síðar jafnaði hann metin fyrir Tottenham eftir að boltinn barst til hans í teignum. Örfáum sekúndum síðar var hann aftur á ferðinni og tryggði Tottenham stigin þrjú, lék á Schmeichel og skoraði úr þröngri stöðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner