Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 19. febrúar 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Biðst afsökunar á að hafa ekki tekið í höndina á leikmanni sínum
Michael Beale.
Michael Beale.
Mynd: Getty Images
Michael Beale, stjóri Sunderland, hefur beðist afsökunar á því að hafa ekki tekið í höndina á leikmanni liðsins, Trai Hume, eftir að hann skipti honum út af í leik gegn Birmingham um liðan helgi.

Sunderland tapaði leiknum 2-1 en Beale hefur verið gagnrýndur fyrir það að hundsa Hume er hann reyndi að taka í höndina á stjóranum.

Beale hefur núna beðist afsökunar og segist hann ekki hafa hundsað Hume viljandi.

„Trai Hume er frábær leikmaður fyrir félagið okkar. Hann gefur allt fyrir liðsfélagana og fyrir starfsfólkið. Ég vissi ekki að ég hefði misst af handabandinu fyrr en ég var spurður út í það eftir leikinn," sagði Beale á samfélagsmiðlum.

„Ég fór strax og baðst afsökunar eftir að ég frétti af þessu. Ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir Trai sem manneskju og fagmanni."

Stuðningsmenn Sunderland eru ekki sáttir með störf Beale en liðinu hefur ekki gengið sérlega vel eftir að hann tók við fyrir nokkrum vikum síðan. Sunderland er sem stendur í tíunda sæti Championship-deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner