Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður IFK Norrköping, er efstur á lista yfir efnilegustu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar í vali Aftonbladet.
Í valinu komu til greina leikmenn sem eru fæddir 2001, 2002 og 2003.
Ísak er fæddur árið 2003 en hann kom til Norrköping frá ÍA síðastliðinn vetur.
Í fyrra spilaði Ísak sínar fyrstu mínútur í sænsku úrvalsdeildinni og reiknað er með að hann verði í mun stærra hlutverki á tímabilinu sem er framundan.
„Efnilegasti leikmaðurinnn í sænsku úrvalsdeildinni síðan Kim Kallström kom fram á sjónarsviðið," segir meðal annars í umsögn Aftonbladet.
Athugasemdir