Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 19. mars 2021 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Viðtal við Árna Vill: Kom til að vinna deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson er kominn aftur heim í Kópavog þar sem hann mun spila með Blikum næstu tvö árin.

Árni gæti orðið einn af bestu leikmönnum Pepsi Max-deildarinnar en þessi 26 ára gamli framherji hefur reynt fyrir sér í atvinnumennskunni í Noregi, Svíþjóð, Póllandi og Úkraínu undanfarin ár.

Árni skoraði 33 mörk í 85 keppnisleikjum með Blikum og gerði 1 í 8 leikjum að láni hjá Haukum átján ára gamall.

Hann er spenntur fyrir heimkomunni og gaf kost á sér í viðtal við BlikarTV sem er hægt að sjá hér fyrir neðan.

„Ég hef verið í sambandi við Breiðablik síðan ég fór út í atvinnumennsku fyrst og við vorum allir sammála því að árið í ár er stefnt að titlinum. Það er ekki til betri ástæða til að koma heim heldur en að kýla á þetta með þeim," sagði Árni meðal annars.

„Mér lýst mjög vel á þetta. Ég þekki megnið af liðinu og á æskuvini í liðinu. Ég á mjög góða vini og þekki kjarnann rosa vel, ég hlakka til að vera með þeim í sumar."

Sjá einnig:
Árni Vill í Breiðablik (Staðfest)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner