Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   sun 19. mars 2023 17:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Drátturinn í enska bikarnum: Martröð stjóra Sheffield orðin að veruleika
Mynd: Getty Images

Búið er að draga í enska bikarnum en Sheffield United, Brighton og Manchester City hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitunum.


Sheffield tryggði sér sætið með dramatískum sigri á Blackburn í dag þar sem Thomas Doyle, lánsmaður frá Man City skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Sheffield mætir einmitt City í undanúrslitunum en Doyle verður því miður að sitja hjá þar sem hann getur ekki mætt sínu eigin liði. Paul Heckingbottom stjóri Sheffield sagði eftir sigurinn að hann myndi ekki vilja mæta City.

„Ég vona að við fáum ekki City, það myndi ekki flækja málin með lánssamningana, ég vona það en við sjáum til," sagði Heckingbottom.

Sheffield er einnig með James McAtee á láni frá City.

Brighton mætir sigurvegaranum í viðureign Manchester United og Fulham sem er í fullum gangi þessa stundina.

Brighton - Man Utd/Fulham
Sheff Utd - Man City

Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir á Wembley helgina 22.-23. apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner