Á myndinn eru Birgir Jóhannson framkæmdastjóri ÍTF og Kristján Bergmann Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs Hertz.
Á fundi ÍTF (íslensks toppfótbolta) fyrr á þessu ári kom fram að Hertz kæmi í ár inn sem nýr samstarfsaðili Bestu deildarinnar en bílaleigan kemur inn fyrir Nóa (Eitt sett) sem hefur verið undanfarin ár. Tíðindin voru svo opinberuð í dag.
„Það er mjög ánægulegt að fá jafn öflugt fyrirtæki og Hertz inn til samstarfs við okkur í Bestu deildinni. Við erum mjög spennt fyrir samstarfinu og hlökkum til að vinna með þeim á komandi árum. " segir Birgir Jóhannsson sem er framkvæmdastjóri ÍTF.
„Við hjá Hertz erum virkilega spennt fyrir samstarfinu og hlökkum til að styðja við Bestu deildina á næstu þremur árum. Knattspyrna er mikilvægur hluti af íslensku samfélagi, og við sjáum mikinn samhljóm með þeim gildum sem Hertz stendur fyrir – fagmennsku, áreiðanleika og frábæra upplifun. Við hlökkum til að taka þátt í þessu ferðalagi með Bestu deildinni og stuðningsmönnum hennar," segir Sigurður Berndsen sem er forstjóri Hertz á Íslandi.
ÍTF endursamdi við hina aðal samstarfsaðilana: Lengjuna, Steypustöðina og Unbroken.
„Við erum gríðarlega ánægð að við getum haldið áfram að vinna með þessu flottu fyrirtækjum. Öll þessi fyrirtæki hafa verið með okkur frá upphafi og við erum þeim verulega þakklát að hafa tekið slaginn með okkur í upphafi þegar Bestu deildar vörumerkið var enn í mótun," segir Birgir.
Komandi tímabil verður það fjórða þar sem efsta deild karla og kvenna heitir Besta deildin.
„Það er mjög ánægulegt að fá jafn öflugt fyrirtæki og Hertz inn til samstarfs við okkur í Bestu deildinni. Við erum mjög spennt fyrir samstarfinu og hlökkum til að vinna með þeim á komandi árum. " segir Birgir Jóhannsson sem er framkvæmdastjóri ÍTF.
„Við hjá Hertz erum virkilega spennt fyrir samstarfinu og hlökkum til að styðja við Bestu deildina á næstu þremur árum. Knattspyrna er mikilvægur hluti af íslensku samfélagi, og við sjáum mikinn samhljóm með þeim gildum sem Hertz stendur fyrir – fagmennsku, áreiðanleika og frábæra upplifun. Við hlökkum til að taka þátt í þessu ferðalagi með Bestu deildinni og stuðningsmönnum hennar," segir Sigurður Berndsen sem er forstjóri Hertz á Íslandi.
ÍTF endursamdi við hina aðal samstarfsaðilana: Lengjuna, Steypustöðina og Unbroken.
„Við erum gríðarlega ánægð að við getum haldið áfram að vinna með þessu flottu fyrirtækjum. Öll þessi fyrirtæki hafa verið með okkur frá upphafi og við erum þeim verulega þakklát að hafa tekið slaginn með okkur í upphafi þegar Bestu deildar vörumerkið var enn í mótun," segir Birgir.
Komandi tímabil verður það fjórða þar sem efsta deild karla og kvenna heitir Besta deildin.
Á fundinum kom einnig fram að félögin í Bestu deild karla hefðu samið við Goal unit sem er stefnumótandi hugbúnaður varðandi samsetningu leikmannahópa. Sú tækni á að geta aukið söluverðmæti leikmanna.
Á fundinum voru fjórir aðilar kosnir í stjórn ÍTF.
Heimir Fannar Gunnlaugsson (ÍA) er nýr formaður en hann tekur við af Orra Hlöðverssyni. Ólafur Hrafn Ólafsson (Breiðablik) er varaformaður, Guðbjörg Fanndal Torfadóttir (Afturelding) er ritari og Heimir Gunnlaugsson (Víkingur) fær sæti í stjórn. Áfram í sjtórn eru þeir Baldur Már Bragason (HK), Styrmir Þór Bragason (Val) og Samúel Samúelsson (Vestra).
Athugasemdir