Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   mið 19. mars 2025 23:05
Elvar Geir Magnússon
Pristina
Örfáir Íslendingar en fullur völlur
Icelandair
Þjóðarleikvangur Kósovó skartar sínu fegursta fyrir leikinn á morgun.
Þjóðarleikvangur Kósovó skartar sínu fegursta fyrir leikinn á morgun.
Mynd: UEFA
Það verða örfáir Íslendingar á þjóðarleikvangnum í Kósovó á morgun þegar heimamenn taka á móti Íslandi í fyrri viðureign liðanna í umspili Þjóðadeildarinnar.

Fréttamenn Fótbolta.net rákust á tvo Íslendinga í dag sem verða á leiknum en þeir eru hér í Pristina í vinnuferð. Það verða ekki mikið fleiri Íslendingar á leiknum en að þeirra sögn er von á nokkrum einstaklingum sem eru ættaðir frá Kósovó en búsettir á Íslandi,

Greint var frá því á Vísi að uppselt væri á leikinn en Fadil Vokrri leikvangurinn tekur um 14 þúsund áhorfendur. Leikvangurinn var tekinn í notkun eftur endurbætur 2018 en þegar Kósovó átti heimaleik gegn Íslandi ári áður átti þjóðin ekki boðlegan þjóðarleikvang og því leikið í Albaníu.

Miðað við myndir af vellinum á samfélagsmiðlum eru allar aðstæður til fyrirmyndar fyrir leik morgundagsins. Leikur Kósovó og Íslands verður klukkan 19:45 annað kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner