Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mán 17. mars 2025 08:53
Elvar Geir Magnússon
Leifsstöð
Síðast var það Kósovó sem gat ekki spilað heima hjá sér en nú er það Ísland
Icelandair
Úr leik Kósovó og Íslands í Albaníu.
Úr leik Kósovó og Íslands í Albaníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fimmtudaginn leikur Ísland fyrri leik sinn gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Kósovó eitt yngsta landslið í heimi, eftir að þjóðin fékk sjálfstæði, og lék sinn fyrsta opinbera leik árið 2014.

Liðin voru saman í undankeppninni fyrir HM 2018 og mættust tvívegis, Ísland vann báða leikina.

Þá var Kósovó í þeirri stöðu að geta ekki spilað heimaleikinn í heimalandi sínu þar sem ekki var völlur í landinu sem uppfyllti kröfur UEFA. Leikur Kósovó og Íslands fór þá fram í borginni Shkodër í Albaníu.

Ísland vann 2-1 útisigur þar sem Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson (víti) skoruðu mörk Íslands.

Ísland vann svo 2-0 sigur gegn Kósovó á Laugardalsvelli þar sem Gylfi og Jóhann Berg Guðmundsson skoruðu.

Kósovó hefur síðan eignast löglegan þjóðarleikvang í höfuðborginni, Fadil Vokrri leikvanginn þar sem leikur Kósovó og Íslands fer fram á fimmtudagskvöld. Hann tekur um 14 þúsund manns og var tekinn í notkun eftur endurbætur 2018.

Ísland er hinsvegar í þeirri stöðu í dag að geta ekki leikið heimaleik á Íslandi þar sem endurbætur eru á Laugardalsvelli og enginn völlur á landinu stenst UEFA kröfur. Því verður heimaleikur Íslands spilaður í Murcia á Spáni næsta sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner