Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   lau 19. apríl 2025 11:40
Brynjar Ingi Erluson
Tekur ákvörðun í næsta mánuði - Fjögur félög tilbúin að virkja kaupákvæðið
Hvert fer Dean Huijsen?
Hvert fer Dean Huijsen?
Mynd: EPA
Spænski landsliðsmaðurinn Dean Huijsen mun taka ákvörðun um framtíð sína í næsta mánuði en þetta segir spænski miðillinn Relevo í dag.

Huijsen, sem er á mála hjá Bournemouth á Englandi, hefur verið einn af bestu varnarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð, en hann kom til félagsins frá Juventus á síðasta ári.

Miðvörðurinn er með 50 milljóna punda kaupákvæði í samningi sínum og eru fjögur félög sögð reiðubúin að virkja það í sumarglugganum.

Relevo segir að Huijsen muni taka ákvörðun varðandi framtíð sína í næsta mánuði en félögin sem um ræðir eru Chelsea, Liverpool, Manchester United og Tottenham.

Samkvæmt miðlinum vill Huijsen vera áfram í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur einnig verið orðaður við spænsku risana í Barcelona og Real Madrid.

Öll einbeiting Huijsen fer nú á síðustu leikina í úrvalsdeildinni en Bournemouth er í baráttu um að komast í Evrópukeppni á næstu leiktið. Liðið er í 8. sæti með 48 stig, sjö stigum frá fjórða sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner