Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. maí 2021 20:13
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deild kvenna: Breiðablik og Valur á sigurbraut
Mynd: Knattspyrnudeild Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur fyrstu leikjum kvöldsins er lokið í Pepsi Max-deild kvenna og voru þeir allir í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Íslandsmeistarar Breiðabliks rétt mörðu nýliða Tindastóls í bragðdaufri viðureign. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en það lifnaði aðeins við í síðari hálfleik.

Blikar fengu nokkur góð færi um miðbik síðari hálfleiks áður en Tiffany Janea McCarty kom knettinum í netið. Tiffany skoraði eftir frábæra fyrirgjöf frá Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur.

Stólunum tókst ekki að sækja jöfnunarmark og 1-0 sigur Blika staðreynd. Blikar eru því með níu stig eftir fjórar umferðir.

Sjáðu textalýsinguna

Breiðablik 1 - 0 Tindastóll
1-0 Tiffany Janea McCarty ('76)

Valur lenti þá undir snemma leiks gegn skemmtilegu liði ÍBV en tókst að snúa taflinu við fyrir leikhlé.

Viktorija Zaicikova kom Eyjakonum yfir en gestirnir frá Hlíðarenda jöfnuðu tíu mínútum síðar. Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði þá gegn gömlu liðsfélögunum með góðu skoti sem fór í stöngina og inn.

Hvorugu liði tókst að skapa sér neitt af viti fyrr en undir lok fyrri hálfleiks þegar Lillý Rut Hlynsdóttir skoraði eftir hornspyrnu.

Í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Valur forystuna með heppnismarki eftir hornspyrnu. Thelma Sól Óðinsdóttir varð fyrir því óláni að fá knöttinn í sig og þaðan hrökk hann í netið.

Eyjakonur voru þó ekki á því að gefast upp og minnkaði Delaney Baie Pridham muninn á 61. mínútu.

Leikurinn róaðist talsvert í kjölfarið en Bergdís Fanney Einarsdóttir gerði út um viðureignina með fjórða marki Vals á 85. mínútu.

Valur er komið með sjö stig eftir þrjár umferðir og er í þriðja sæti deildarinnar.

Sjáðu textalýsinguna

ÍBV 2 - 4 Valur
1-0 Viktorija Zaicikova ('14)
1-1 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('24)
1-2 Lillý Rut Hlynsdóttir ('44)
1-3 Thelma Sól Óðinsdóttir ('48, sjálfsmark)
2-3 Delaney Baie Pridham ('61)
2-4 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('85)

Að lokum áttust Þór/KA og Stjarnan við í tíðindalitlum leik þar sem lítið var um færi.

Það voru þó Garðbæingar sem stálu stigunum þökk sé marki frá Hildigunni Ýr Benediktsdóttur í uppbótartíma.

Hildigunnur skoraði eftir laglega sókn Stjörnunnar en boltinn hrökk til hennar í vítateignum og hún hugsaði sig ekki tvisvar um áður en hún lét vaða.

Þetta er fyrsti sigur Stjörnunnar í sumar og er liðið með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Þór/KA er með þrjú stig.

Sjáðu textalýsinguna

Þór/KA 0 - 1 Stjarnan
0-1 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('93)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner