Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð -„Skagamenn verða að eiga það við sjálfan sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
   fim 19. maí 2022 22:29
Jón Már Ferro
Ómar Ingi: Ég geri ráð fyrir því að þeir sem stjórna eru í því máli þessa dagana
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er frábær spurning við bara náðum ekki að skora. Fengum eins og þú segir fullt af mjög fínum tækifærum í fyrri hálfleik til þess að komast yfir. Mér fannst við fá það í seinni hálfleik líka. Þó leikurinn hafi verið jafnari þá, þá fannst mér við alveg fá færi til að skora þá líka", sagði Ómar Ingi, þjálfari HK eftir tap á móti Gróttu í kvöld.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  0 HK

Þetta er fyrsti leikur Ómars sem aðalþjálfari HK. Hann er einnig yfirþjálfari yngriflokka í HK og hefur þjálfað nánast alla flokka hjá þeim. Hann stýrir liðinu þangað til annað kemur í ljós. Eins og flestir vita þá var Brynjar Björn þjálfari liðsins en hann steig frá borði eftir að Örgryte í næst efstu deild í Svíþjóð réði hann til starfa.

Ómar kom í viðtal og ræddi um leikinn í kvöld gegn Gróttu í 3.umferð Lengjudeildarinnar.

Við fengum allavega færin til þess, þeir verja þarna einusinni á markteig og Jón Ívan kemur vel út þarna einu sinni á okkur. Ég gat ekki séð nema hann hafi verið helvíti nálægt því að vera inni einn skallinn. Þannig að nógu góðir sóknarlega, kannski ekki jafn góðir og í fyrri hálfleik að einhverju leyti. Við fengum líka tækifæri til þess að skora klárlega", sagði Ómar um hvort hans menn hafi verið nógu góðir sóknarlega í seinni hálfleik til þess að verðskulda mark. 

Aðspurður um þjálfaramál HK segir Ómar að það sé líklegast verið að skoða framhaldið þessa stundina.

Það er bara ekki á mínu borði. Ég geri ráð fyrir því að þeir sem stjórna eru í því máli þessa dagana," sagði Ómar.

Ekki hefur verið rætt við Ómar um að halda áfram sem aðalþjálfari liðsins.

Ekki lengur en bara núna, ég geri yfirleitt bara það sem ég er beðin um hérna í HK. Ég stýri allavega með Kára og Daða þangað til annað kemur í ljós," sagði Ómar að lokum.


Athugasemdir
banner