Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fim 19. maí 2022 22:29
Jón Már Ferro
Ómar Ingi: Ég geri ráð fyrir því að þeir sem stjórna eru í því máli þessa dagana
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er frábær spurning við bara náðum ekki að skora. Fengum eins og þú segir fullt af mjög fínum tækifærum í fyrri hálfleik til þess að komast yfir. Mér fannst við fá það í seinni hálfleik líka. Þó leikurinn hafi verið jafnari þá, þá fannst mér við alveg fá færi til að skora þá líka", sagði Ómar Ingi, þjálfari HK eftir tap á móti Gróttu í kvöld.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  0 HK

Þetta er fyrsti leikur Ómars sem aðalþjálfari HK. Hann er einnig yfirþjálfari yngriflokka í HK og hefur þjálfað nánast alla flokka hjá þeim. Hann stýrir liðinu þangað til annað kemur í ljós. Eins og flestir vita þá var Brynjar Björn þjálfari liðsins en hann steig frá borði eftir að Örgryte í næst efstu deild í Svíþjóð réði hann til starfa.

Ómar kom í viðtal og ræddi um leikinn í kvöld gegn Gróttu í 3.umferð Lengjudeildarinnar.

Við fengum allavega færin til þess, þeir verja þarna einusinni á markteig og Jón Ívan kemur vel út þarna einu sinni á okkur. Ég gat ekki séð nema hann hafi verið helvíti nálægt því að vera inni einn skallinn. Þannig að nógu góðir sóknarlega, kannski ekki jafn góðir og í fyrri hálfleik að einhverju leyti. Við fengum líka tækifæri til þess að skora klárlega", sagði Ómar um hvort hans menn hafi verið nógu góðir sóknarlega í seinni hálfleik til þess að verðskulda mark. 

Aðspurður um þjálfaramál HK segir Ómar að það sé líklegast verið að skoða framhaldið þessa stundina.

Það er bara ekki á mínu borði. Ég geri ráð fyrir því að þeir sem stjórna eru í því máli þessa dagana," sagði Ómar.

Ekki hefur verið rætt við Ómar um að halda áfram sem aðalþjálfari liðsins.

Ekki lengur en bara núna, ég geri yfirleitt bara það sem ég er beðin um hérna í HK. Ég stýri allavega með Kára og Daða þangað til annað kemur í ljós," sagði Ómar að lokum.


Athugasemdir
banner