Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 19. maí 2022 22:29
Jón Már Ferro
Ómar Ingi: Ég geri ráð fyrir því að þeir sem stjórna eru í því máli þessa dagana
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er frábær spurning við bara náðum ekki að skora. Fengum eins og þú segir fullt af mjög fínum tækifærum í fyrri hálfleik til þess að komast yfir. Mér fannst við fá það í seinni hálfleik líka. Þó leikurinn hafi verið jafnari þá, þá fannst mér við alveg fá færi til að skora þá líka", sagði Ómar Ingi, þjálfari HK eftir tap á móti Gróttu í kvöld.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  0 HK

Þetta er fyrsti leikur Ómars sem aðalþjálfari HK. Hann er einnig yfirþjálfari yngriflokka í HK og hefur þjálfað nánast alla flokka hjá þeim. Hann stýrir liðinu þangað til annað kemur í ljós. Eins og flestir vita þá var Brynjar Björn þjálfari liðsins en hann steig frá borði eftir að Örgryte í næst efstu deild í Svíþjóð réði hann til starfa.

Ómar kom í viðtal og ræddi um leikinn í kvöld gegn Gróttu í 3.umferð Lengjudeildarinnar.

Við fengum allavega færin til þess, þeir verja þarna einusinni á markteig og Jón Ívan kemur vel út þarna einu sinni á okkur. Ég gat ekki séð nema hann hafi verið helvíti nálægt því að vera inni einn skallinn. Þannig að nógu góðir sóknarlega, kannski ekki jafn góðir og í fyrri hálfleik að einhverju leyti. Við fengum líka tækifæri til þess að skora klárlega", sagði Ómar um hvort hans menn hafi verið nógu góðir sóknarlega í seinni hálfleik til þess að verðskulda mark. 

Aðspurður um þjálfaramál HK segir Ómar að það sé líklegast verið að skoða framhaldið þessa stundina.

Það er bara ekki á mínu borði. Ég geri ráð fyrir því að þeir sem stjórna eru í því máli þessa dagana," sagði Ómar.

Ekki hefur verið rætt við Ómar um að halda áfram sem aðalþjálfari liðsins.

Ekki lengur en bara núna, ég geri yfirleitt bara það sem ég er beðin um hérna í HK. Ég stýri allavega með Kára og Daða þangað til annað kemur í ljós," sagði Ómar að lokum.


Athugasemdir
banner
banner