fim 19. maí 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sonur Robbie Savage skrifar undir langtímasamning hjá United
Mynd: Getty Images
Charlie Savage, sonur Robbie Savage sem spilaði lengi í ensku úrvalsdeildinni, hefur skrifað undir langtímasamning við Manchester United.


Robbie er uppalinn hjá Manchester United en náði ekki að spila deildarleik með félaginu. Hann lék með Crewe, Leicester, Birmingham, Blackburn og Derby stærstan hluta síns ferils. Þá á hann að baki 39 landsleiki fyrir Wales.

Charlie, sem er nítján ára miðjumaður, kom inn í akademíu United þegar hann var níu ára gamall og spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik í desember þegar hann lék gegn Young Boys í Meistaradeildinni.

Samningur hans gildir fram á sumarið 2025 og er möguleiki á eins árs framlengingu.
Athugasemdir
banner
banner