Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. júní 2021 15:51
Brynjar Ingi Erluson
Benzema ekki skorað í 30 tilraunum
Ekki alveg endurkoman sem Karim Benzema hafði hugsað sér
Ekki alveg endurkoman sem Karim Benzema hafði hugsað sér
Mynd: EPA
Karim Benzema, framherji Real Madrid og franska landsliðsins, hefur spilað á þremur Evrópumótum en aldrei skorað.

Benzema var óvænt í franska landsliðshópnum fyrir Evrópumótið í ár en hann hafði ekki spilað fyrir þjóðina í sex ár.

Hann var sendur í útlegð eftir að hafa verið sakaður um að fjárkúga Mathieu Valbuena. Þeir misstu báðir sæti sitt í landsliðinu en Didier Deschamps gat ekki horft framhjá honum eftir frammistöðu hans með Madrídingum.

Benzema á erfitt með að koma sér í gang á EM. Hann tók þátt á fyrsta Evrópumótinu árið 2008 og svo aftur árið 2012. Hann var vissulega virkur í sóknarleiknum og hjálpaði liðsfélögum sínum en getur þó ekki sjálfur komið boltanum í netið.

Hann hefur átt 30 skot á þessum þremur mótum en aðeins Andrés Iniesta (34) og Clarence Seedorf (33) hafa átt fleiri tilraunir án þess að skora.


Athugasemdir
banner
banner
banner