mán 19. júlí 2021 12:19
Elvar Geir Magnússon
Sambandsdeildin: Sjáðu hvaða andstæðingum íslensku liðin gætu mætt
Úr leik Breiðabliks og Racing Union.
Úr leik Breiðabliks og Racing Union.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú rétt í þessu var dregið í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar, þessarar nýju keppni sem hefur slegið rækilega í gegn.

Ef Valur nær að vinna norsku meistarana í Bodö/Glimt þá munu Íslandsmeistararnir mæta Prishtina frá Kosóvó eða Connah's Quay Nomads frá Wales.

Ef Breiðablik slær út Austría Vín fær Kópavogsliðið leik gegn Aberdeen frá Skotlandi eða Hacken frá Svíþjóð.

Ef FH nær að vinna Rosenborg munu Hafnfirðingar mæta sigurliðinu úr viðureign Domžale frá Slóveníu og Honka Espoo frá Finnlandi.

Íslensku liðin verða á eldlínunni í fyrri viðureignum sínum á fimmtudaginn. Valur fær Bodö/Glimt í heimsókn, FH mætir Rosenborg í Krikanum og Breiðablik heimsækir Austria Vín.
Athugasemdir
banner
banner
banner