Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 19. júlí 2024 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Elías Rafn frábær í endurkomu sinni - Varði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti
Elías Rafn fer vel af stað í dönsku úrvalsdeildinni
Elías Rafn fer vel af stað í dönsku úrvalsdeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson átti stórkostlegan leik er hann sneri aftur í mark Midtjylland í 1-1 jafntefli í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Elías var gerður að aðalmarkverði fyrir þetta tímabil eftir að hafa eytt síðasta tímabili á láni hjá Mafra í portúgölsku B-deildinni.

Hann hafði nóg að gera í kvöld. Tobias Bech kom AGF yfir á 9. mínútu leiksins og fékk AGF mörg góð færi til að bæta við en Elías gerði vel í markinu.

Undir lok hálfleiksins fengu heimamenn vítaspyrnu. Patrick Mortensen fór á punktinn en Elías sá við honum. Mikilvægt augnablik, því í þeim síðari tókst meisturunum að jafna metin er nýi maðurinn Adam Buksa kom boltanum í netið.

Lokatölur 1-1. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF en var skipt af velli undir lok leiks.

Hinn ungi og efnilegi Nóel Atli Arnórsson var í byrjunarliði Álaborgar sem tapaði fyrir Nordsjælland, 3-0. Þetta var fyrsti leikur hans í efstu deild, en Álaborg vann sér sæti í deildina fyrir þetta tímabil.

Ari Leifsson lék þá allan tímann í vörn Kolding sem gerði markalaust jafntefli við B93 í dönsku B-deildinni. Ari og hans menn léku manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Paul Ngongo fékk að líta rauða spjaldið, en náðu að halda út.
Athugasemdir
banner
banner
banner