„Sáttur með þrjú stig. Þetta var erfitt en helvíti ljúft þegar hann flautaði af," sagði Birnir Snær Ingason sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir KA í sigri gegn ÍA í dag. Hann gekk til liðs við félagið í gær.
Lestu um leikinn: KA 2 - 0 ÍA
„Það er gott að vera kominn til Íslands. Ég fékk hörku færi til að stimpla mig strax inn en því fór sem fór. Geðveikt að vinna þennan leik," sagði Birnir.
„Þessi deild er stórfurðuleg, þetta er helvítis pakki. Ekki bara neðstu liðin heldur upp í 4. sæti. Það þarf ekki nema að vinna nokkra leiki í röð þá ertu kominn í eitthvað allt annað dæmi. Gott að byrja á sigri núna svo höldum við bara áfram," sagði Birnir.
Hann er ekki kominn hingað til að vera í fallbaráttu.
„Alveg hundrað prósent. Við ætlum ekki að vera í fallbaráttu, við ætlum að vinna leiki. Við erum með alltof gott lið til að vera í fallbaráttu," sagði Birnir.
Næsti leikur KA er fyrri leikurinn gegn Silkeborg frá Danmörku í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.
„Það er gott að fá alvöru leik strax í byrjun fyrir mig og liðið að vinna leikinn fyrir þann leik. Við komum peppaðir inn í þann leik. Það verður mjög spennandi."
Athugasemdir