Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. ágúst 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Unai Emery: Við viljum ekki mæta Liverpool
Unai Emery.
Unai Emery.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Arsenal mætast í stórleik í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en bæði lið eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í deildinni.

Unai Emery, stjóri Arsenal, grínaðist eftir sigurinn á Burnley um helgina að hann vilji ekki mæta Evrópumeisturum Liverpool.

„Við viljum aldrei mæta Liverpool," sagði Emery léttur í bragði í dag.

„Þetta er áskorun og gott próf. Fyrir stuðningsmenn okkar og alla, að fara þangað með sex stig er gott."

„Markmið okkar á tímabilinu er að minnka bilið í Liverpool, Manchester City, Tottenham og Chelsea. Þegar við spilum gegn þeim þá er það stór áskorun til að sýna hvernig við getum spilað. Þetta verður mjög góður leikur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner