Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mán 19. ágúst 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Unai Emery: Við viljum ekki mæta Liverpool
Liverpool og Arsenal mætast í stórleik í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en bæði lið eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í deildinni.

Unai Emery, stjóri Arsenal, grínaðist eftir sigurinn á Burnley um helgina að hann vilji ekki mæta Evrópumeisturum Liverpool.

„Við viljum aldrei mæta Liverpool," sagði Emery léttur í bragði í dag.

„Þetta er áskorun og gott próf. Fyrir stuðningsmenn okkar og alla, að fara þangað með sex stig er gott."

„Markmið okkar á tímabilinu er að minnka bilið í Liverpool, Manchester City, Tottenham og Chelsea. Þegar við spilum gegn þeim þá er það stór áskorun til að sýna hvernig við getum spilað. Þetta verður mjög góður leikur."

Athugasemdir
banner
banner