Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   mán 06. maí 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Van Dijk vill taka þátt í næsta kafla hjá Liverpool
Virgil van Dijk fyrirliði Liverpool segist elska Liverpool og vilji vera hluti af næsta kafla hjá félaginu eftir að Jurgen Klopp lætur af störfum í sumar. Frágengið er að Arne Slot taki við af honum.

Samningur Van Dijk rennur út sumarið 2025 og vangaveltur verið í gangi um að hollenski miðvörðurinn gæti yfirgefið Anfield.

„Það verða mikil umskipti og ég er hluti af þeim. Félagið er að vinna í stjóraskiptum og það er einbeiting að því. Ég er virkilega ánægður hér, ég elska félagið og það er stór hluti af mínu lífi," segir Van Dijk sem er 32 ára.

Eftir 4-2 sigur gegn Tottenham í gær mun Liverpool ferðast til Aston Villa í næstu umferð og mæt svo Úlfunum í lokaleik Klopp á Anfield þann 19. maí.

„Það eru stórar breytingar framundan, áhugaverður og spennandi tími. Ég er virkilega stoltur af því að hafa spilað fyrir Klopp og lokaumferðin verður tilfinningarík. En svona er lífið stundum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man Utd 11 6 2 3 18 16 +2 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
5 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
6 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
7 Tottenham 11 5 2 4 17 9 +8 17
8 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner