Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 06. maí 2024 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Darwin Nunez eyddi öllu tengdu Liverpool
Darwin Nunez.
Darwin Nunez.
Mynd: EPA
Það vakti athygli í gærkvöldi að Darwin Nunez, sóknarmaður Liverpool, ákvað að fjarlægja allar myndir sem tengjast Liverpool af Instagram reikningi sínum.

Á reikningnum eru núna bara fjölskyldumyndir og myndir úr landsleikjum hans með Úrúgvæ.

Enskir fjölmiðlar telja að Nunez hafi eytt myndunum þar sem hann hafi fengið leiðinlegar athugasemdir undir myndirnar. Tímabil Nunez hefur verið upp og ofan, en hann hefur farið illa með mörg marktækifæri.

Það að hann taki Liverpool myndirnar út ýtir líka undir sögur um að hann muni mögulega yfirgefa félagið í sumar. Nunez byrjaði á bekknum í sigrinum gegn Tottenham í gær og var fyrstur manna út af vellinum eftir leikinn.

Nunez hefur verið orðaður við Barcelona að undanförnu en þetta ýtir undir þær sögusagnir. Nunez er að klára sitt annað tímabil með Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner