Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Túfa: Umgjörðin minnir á stóra leiki erlendis
Túfa þjálfari Vals og Davíð Smári þjálfari Vestra.
Túfa þjálfari Vals og Davíð Smári þjálfari Vestra.
Mynd: KSÍ
Túfa vonast eftir góðum stuðningi frá Völsurum.
Túfa vonast eftir góðum stuðningi frá Völsurum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður á Laugardalsvelli á föstudagskvöld þegar Valur og Vestri eigast við. Leikurinn hefst klukkan 19:00.

„Það er mikill spenningur og tilhlökkun fyrir þennan leik. Ég er þakklátur og stoltur af því að við fáum tækifæri til að spila þennan leik fyrir okkar félag. Fólk hefur beðið lengi eftir því að spila svona úrslitaleik, bikarúrslitaleikir eru með öðruvísi sjarma," segir Túfa, Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals.

„Ég vona innilega að það verði góð mæting. Það hefur verið vaxandi stemning og stuðningur hjá okkar fólki í sumar. Við fáum ekki betra tækifæri til að koma saman og vinna þetta saman."

Mikil virðing fyrir Vestra
„Ég ber mikla virðingu fyrir Vestra og það sem hefur verið gert hjá félaginu undanfarin ár. Það hefur verið mikill uppgangur síðan Bjarni Jó var þjálfari og Davíð kemur inn og tekur þetta á næsta stig. Ég þekki Samma vel og var að aðstoða hann með leikmenn þegar ég var úti í Svíþjóð."

„Þetta verður hörkuleikur. Við höfum þrisvar spilað við Vestra á þessu ári og það hafa allt verið hörkuleikir. Það má búast við því sama á föstudaginn. Við höfum trú á okkur sjálfum og erum með leikmenn sem þekkja það að spila bikarúrslitaleik og vinna. Nú er bara fullur fókus á að undirbúa okkur besta."

Gæti vel orðið lokaður leikur
Vestraliðið er vel skipulagt lið sem getur verið erfitt að brjóta á bak aftur. Túfa hefur sjálfur verið þekktur fyrir varnarleik og því eðlileg spurning hvort búast megi við lokuðum leik þar sem fátt verður um færi?

„Það gæti vel verið. Fótbolti er þannig að sama hvernig þú undirbýrð leikinn og planar þá getur alltaf gerst eitthvað óvænt og þess vegna elskar fólk að horfa á fótbolta. Mark breytir leikjum og þá fer leikurinn kannski í allt aðra átt. Við þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og rétt spennustig. Verkefni okkar þjálfarana er að stilla þetta rétt fyrir föstudaginn," segir Túfa.

Það hafa verið talsverðar framkvæmdir á Laugardalsvelli og Túfa segir að umgjörðin í kringum leikinn á föstudag verði samanburðarhæf við stóra leiki erlendis.

„Geggjað. Þegar maður skoðar völlinn núna og hvernig hann lítur út eftir að það kom hybrid gras og öll hvernig umgjörðin er minnir á stóra leiki erlendis. Það eru tvö góð lið með frábæra stemningu að fara að mætast."
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Athugasemdir
banner