Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 19. september 2021 19:45
Aksentije Milisic
Fór illa með Ragga Sig og skoraði sitt fyrsta mark í Pepsi
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
ÍA og Fylkir áttust við í gífurlega mikilvægum fallbaráttuslag í dag á Akranesi.

Þórður Gunnar Hafþórsson, leikmaður Fylkis, fékk rautt spjald á 12. mínútu leiksins ÍA fékk vítaspyrnu. Steinar Þorsteinsson skoraði úr henni og var staðan 1-0 í hálfleik.

ÍA gekk frá Fylki í síðari hálfleiknum og vann öflugan 5-0 sigur. Eyþór Aron Wöhler, leikmaður ÍA, kom inn af bekknum þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.

Honum tókst að skora sitt fyrsta mark í Pepsi deildinni og var það mjög smekklegt. Hann fór þá illa með Ragnar Sigurðsson áður en hann kláraði færið vel.

ÍA er komið upp úr fallsæti með þessum sigri en HK á hins vegar einn leik til góða.




Athugasemdir
banner