Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 19. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Jones sér fram á bjartari tíma - „Það var erfitt að horfa á fótbolta"
Phil Jones hefur lítið spila síðustu tvö árin
Phil Jones hefur lítið spila síðustu tvö árin
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Phil Jones, varnarmaður Manchester United, segist loksins búinn að ná sér af erfiðum meiðslum sem hafa haldið honum frá keppni síðustu tvö árin en hann talaði um ferlið í hlaðvarpsþætti félagsins.

Sir Alex Ferguson keypti Jones frá Blackburn Rovers fyrir tíu árum síðan en síðustu tvö ár hefur hann glímt við erfið meiðsli og hefur það haldið honum frá keppni.

Jones var þó ekki ofarlega í goggunarröðinni þegar hann meiddist og hefur Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður félagisns, talað um að enski varnarmaðurinn sé að koma í veg fyrir að ungir varnarmann fái tækifæri. Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, var þó ekki ánægður með þau ummæli og skildi eftir opnar dyr fyrir Jones og möguleika hans á að fá tækifæri.

Hann segir að Jones ætti fyrir löngu að vera búinn að yfirgefa United en Raphael Varane, Harry Maguire, Eric Bailly og Victor Lindelöf eru allir á undan honum í röðinni.

Jones er allur að koma til núna eftir meiðsli og segist ánægður með að hafa spilað fyrir yngri lið félagsins síðustu vikur.

„Mér líður vel í augnablikinu. Ég hef farið í gegnum helvíti síðustu ár og var í vandræðum með hnéð. Það kom tímapunktur í útgöngubanninu þar sem ég var kominn með nóg," sagði Jones.

„Ég hélt mér í frábæru formi á þeim tíma og kom til baka en ég man bara þegar ég var að æfa á Carrington-svæðinu og fór til læknisins og sagði honum að það væri nóg komið. Ég vissi að ég yrði frá í einhvern tíma og vissi líka að það yrði erfitt en ég þurfti að gera þetta."

„Sem betur fer sé ég loksins fram á bjartari tíma og nú er ég byrjaður að æfa. Ég hef spilað nokkra leiki fyrir luktum dyrum og mér líður bara vel. Það er gaman að vera mættur á æfingar með félögunum og að njóta þess að vera knattspyrnumaður því síðustu fimmtán mánuði hef ég verið með börn í dagvist og ekki verið mikið í kringum fótbolta."

Athugasemdir
banner
banner