Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 19. september 2023 20:28
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo komst ekki á blað í sigri Al-Nassr
Mynd: Getty Images
Sádi-arabíska félagið Al-Nassr vann 2-0 sigur á íranska liðinu Persepolis í Meistaradeild Asíu í kvöld.

Cristiano Ronaldo var fremsti maður hjá Al-Nassr, en komst ekki á blað og var síðan skipt af velli undir lok leiks.

Króatíski miðjumaðurinn Marcelo Brozovic lagði upp fyrra mark liðsins en mörkin komu frá tveimur heimamönnum, þeim Abdulrahman Ghareeb og Mohammed Qassem Al Nakhli.

Ameyric Laporte, Otatio og Sadio Mané voru einnig í byrjunarliði Al-Nassr.

Þetta var fyrsti leikur Al-Nassr í riðlakeppninni og liðið því með þrjú stig.


Athugasemdir
banner