Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. janúar 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rodgers: Tottenham vann ekki, við gáfum þeim þrjú stig
Mynd: EPA
Leicester tapaði gegn Tottenham í gær eftir að hafa fengið á sig tvö mörk í uppbótartíma.

Brendan Rodgers stjóri Leicester var að vonum svekktur í leikslok.

„Við vorum góðir í 93 mínútur. Við sýndum seiglu í vörn og skoruðum tvö frábær mörk. Að fá á sig jöfnunarmarkið voru vonbrigði að það skyldi koma svona seint. Sigurmarkið var mjög lélegt að okkar hálfu. Það er erfitt að horfa uppá það að við fáum ekkert útúr þessum leik,"

Hann segir að sínir menn hafi hreinlega gefið Tottenham stigin þrjú.

„Fyrir þiðja markið, Tielemans veit að hann á ekki að senda þessa sendingu, þetta var mjög barnalegt hjá honum. Það var gullið tækifæri fyrir okkur í kvöld en Tottenham vann ekki leikinn, við gáfum þeim þrjú stig."

Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Tottenham sem er í hörku baráttu um Meistaradeildarsæti en liðið á 2-4 leiki á liðin fyrir ofan sig. Leicester er í 10. sæti með 25 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner