Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 18:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Khusanov til liðs við Man City (Staðfest)
Spilar í treyju númer 45
Spilar í treyju númer 45
Mynd: Manchester City
Manchester City hefur staðfest kaupin á varnarmanninum Abdukodir Khusanov frá franska liðinu Lens. Samningurinn gildir til ársins 2029.

Khusanov er tvítugur Úsbeki en hann er fyrsti landsliðsmaður Úsbekistan sem leikur í úrvalsdeildinni.

Hann gekk til liðs við Lens frá hvítrússneska liðinu Energetik-BGU árið 2023 og lék 24 leiki í frönsku deildinni. Hann á 18 landsleiki að baki.

„Ég er í skýjunum með að ganga til liðs við Manchester City, félag sem ég hef notið þess að fylgjast með í langan tíma. Það er helliingur af bestu leikmönnum heims í hópnum og ég get ekki beðið eftir því að kynnast þeim og spila með þeim," sagði Khusanov.

„Svo er Pep Guardiola auðvitað einn best þjálfari sögunnar og ég er spenntur að læra af honum og bæta mig enn frekar."


Athugasemdir
banner
banner
banner