Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 20. febrúar 2021 09:55
Magnús Már Einarsson
Jón Jónsson spáir í leiki helgarinnar
Jón Jónsson í stuði í stúkunni.
Jón Jónsson í stuði í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Sigurðarson, Gunnar á völlum, var með tvo rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Tónlistarmaðurinn og fyrrum fótboltamaðurinn Jón Jónsson spáir í leikina að þessu sinni. Greinin birtist fyrst á föstudag.



Wolves 1 - 3 Leeds (20:00 í kvöld)
Leeds tekur þetta 3-1 og Þorkell Máni Pétursson fer glaður inn í helgina.

Southampton 0 - 3 Chelsea (12:30 á morgun)
Chelsea eru funheitir með þýska sérvitringinn við stjórnvölinn.

Burnley 6 - 0 WBA (15:00 á morgun)
Ef Jói Berg væri með þá væri þetta 6-0 og hann með fjögur mörk. Af því að hann er ekki með þá fer þetta 2-0.

Liverpool 3 - 2 Everton (17:30 á morgun)
Gylfi setur tvö en mínir menn í Liverpool klára þetta 3-2. Gylfi verður svekktur í smástund en fer síðan heim og strýkur bumbuna á Alexöndru og allt verður gott á ný.

Fulham 0 - 0 Sheffield United (20:00 á morgun)
Þetta er hundleiðinlegur fallbaráttuslagur. Öllum er sama nema Snorra Barón, stuðningsmanni Fulham.

West Ham 1 - 0 Tottenham (12:00 á sunnudag)
Tottenham er aðeins búið að missa flugið. Diddi frændi konunnar minnar heldur með West Ham og hann fagnar vel þegar þeir setja sigurmarkið á 92. mínútu.

Aston Villa 0 - 2 Leicester City (14:05 á sunnudag)
Ef að Höskuldur Eiríks væri í hægri bakverðinum hjá Leicester væri þetta auðvelt fyrir Aston Villa. Leicester taka þetta engu að síður 2-0.

Arsenal 0 - 3 Manchester City (16:30 á sunnudag)
Það væri fallegt ef Rúnar Alex fengi annað tækifæri þarna. Hann myndi loka rammanum. Ég efast um að það gerist og þess vegna verður þetta þægilegur 3-0 sigur Manchester City.

Manchester United 2 - 1 Newcastle (19:00 á sunnudag)
Steindi verður glaður í 58 mínútur þar sem Newcastle kemst senmma yfir. Því miður þurfa þeir að bíta í það súra epli að fá tvö mörk á sig síðasta hálftímanum.

Brighton 4 - 4 Crystal Palace (20:00 á mánudag)
Þetta er sá leikur sem ég er hvað spenntastur fyrir. Ég er búinn að hafna nokkrum giggum til að geta horft á hann. Ég verð ekki svikinn og fæ 4-4 jafntefli.

Fyrri spámenn
Tómas Þór Þórðarson - 8 réttir
Haukur Harðarson - 7 réttir
Siggi Bond - 7 réttir
Auðunn Blöndal - 6 réttir (Einn frestaður)
Bjarni Þór Viðarsson - 6 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 6 réttir
Sóli Hólm - 6 réttir
Gummi Ben - 5 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Elísa Viðarsdóttir - 4 réttir
Þorlákur Árnason - 4 réttir
Gunnar Birgisson - 4 réttir
Kristján Óli Sigurðsson - 4 réttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir - 3 réttir (einn frestaður)
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Brynjólfur Andersen Willumsson - 3 réttir
Herra Hnetusmjör - 3 réttir
Ingibjörg Sigurðardóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Villi í Steve Dagskrá - 3 réttir
Gunnar á völlum - 2 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner