lau 12. desember 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Herra Hnetusmjör spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Herra Hnetusmjör spáir 0-0!
Herra Hnetusmjör spáir 0-0!
Mynd: Úr einkasafni
Björn Bragi Arnarsson var með sex rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör, spáir í leikina að þessu sinni en hann er að gefa út ævisögu sína.

„Ég er ekki beint búinn að liggja yfir fótbolta allt mitt líf en það litla sem ég hef séð hefur endað í jafntefli. Ég ætla að fylgja innsæinu og taka mark á takmörkuðu upplýsingunum sem ég bý yfir," sagði Herra Hnetumsjör en spá hans er vægast sagt áhugaverð.


Leeds 0 - 0 West Ham (20:00 í kvöld)
Leedsarar hafa átt auðvelt með að skora þessa fyrstu mànuði í deildinni en Moyes mun múra fyrir og hvorugt lið nær að skora.

Wolves 0 - 0 Aston Villa (12:30 á morgun)
Portúgalska nýlendan nær ekki að senda menn stigalausa heim til Birmingham.

Newcastle 0 - 0 West Brom (15:00 á morgun)
Callum Wilson fær þrjú dauðafæri en klúðrar öllum.

Manchester United 0 - 0 Man City (17:30 á morgun)
Man U mun ekki fá víti í þessum leik, ótrúlegt en satt.

Everton 0 - 0 Chelsea (20:00 á morgun)
Gylfi með skot í slá!

Southampton 0 - 0 Sheffield United (12:00 á sunnudag)
Sheffield nær að róa Ings niður og koma í veg fyrir að hann skori.

Crystal Palace 0 - 0 Tottenham (14:15 á sunnudag)
Zaha lendir í slag við Son og Kane og rústar þeim báðum. Enginn þeirra mun hinsvegar ná að skora.

Fulham 0 - 0 Liverpool (16:30 á sunnudag)
Scott Parker mun á ótrúlegan hátt ná í stig gegn Liverpool.

Leicester 0 - 0 Brighton (19:15 á sunnudag)
Það verður verslað mikið í Brighton um helgina en ekkert skorað.

Arsenal 0 - 0 Burnley (19:15 á sunnudag)
Steindautt jafntefli hjá mönnum Arteta — sem ekkert geta!

Fyrri spámenn
Haukur Harðarson - 7 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 6 réttir
Sóli Hólm - 6 réttir
Gummi Ben - 5 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Elísa Viðarsdóttir - 4 réttir
Þorlákur Árnason - 4 réttir
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner