Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. desember 2020 13:45
Elvar Geir Magnússon
Gunni Birgis spáir í leiki vikunnar á Englandi
Gunnar Birgisson á vellinum.
Gunnar Birgisson á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar spáir sigri Liverpool í toppslagnum.
Gunnar spáir sigri Liverpool í toppslagnum.
Mynd: Getty Images
Nær Solskjær sigri?
Nær Solskjær sigri?
Mynd: Getty Images
Herra Hnetusmjör spáði öllum leikjum jafntefli í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og fékk fyrir það þrjá rétta. Þar á meðal var hann með stórleik Manchester United og Manhester City hárréttan, 0-0 urðu lokatölur.

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður RÚV og einn af meðlimum Innkastsins hér á Fótbolta.net, er spámaður þessarar umferðar sem nú verður leikinn í miðri viku.

Hann spáir öruggum sigri Liverpool í toppslagnum gegn Tottenham á miðvikudagskvöld.

Wolves 1 - 4 Chelsea (18:00 í kvöld)
Úlfarnir eru alltaf helvíti flottir finnst mér, en Heiðar Númi ótrúlegur snillingur) félagi minn heldur með Chelsea og sagði mér að þetta væri þeirra ár. Ég trúi því og treysti. Öruggur sigur Chelsea, Giroud með fernu.

Man City 0 - 2 West Brom (20:00 í kvöld)
Ofboðslega gaman að horfa upp á þetta vel drillaða WBA lið þessa dagana. Kæmi mér ekki á óvart að þeir steli þessum og heimasíða Daða Laxdals félaga míns fær að blæða fyrir það.

Arsenal 0 - 2 Southampton 0-2 (18:00 á morgun)
Arteta hefur verið að gera frábæra hluti í Lundúnum. Til að mynda hefur hann verið að gera það gott í hlutabréfakaupum og öðru. En leiki vinnur hann ekki nema það sé bikar í boði, þá verður hann alveg óður. 0-2 Southampton og hann fær aðra stuðningsyfirlýsingu.

Leeds 3 - 2 Newcastle (18:00 á morgun)
Eftir Take Us Home er maður svolítið hrifinn af Leedsurunum ósjálfrátt. Eitthvað samt við Luke Ayling sem fer í taugarnar á mér, hann gefur tvö eftir að Leeds kemst í 3-0.

Leicester 2 - 2 Everton (18:00 á morgun)
Skipperinn verður í góðum gír á King Power vellinum, skorar eitt meira að segja. En liðin skilja jöfn að lokum. Fínn punktur hjá The Sig og co.

Fulham 1 - 1 Brighton (20:00 á morgun)
Úff. Það sem það þyrfti að tjóðra mig við sófann með góðu Coolbet límbandi til að horfa á þessi lið spila.

Liverpool 5 - 1 Tottenham (20:00 má morgun)
Tottenham búnir að skila af sér frábæru verki þetta tímabilið, efstir eftir 12.umferðir (er ekki bikar fyrir það?) en nú er það búið. Fá flengingu að hætti gamla skólans. Nýi vinnustaður Viktors Orra félaga míns af Nesinu segist geta boðið mér 85% ávöxtun á peningana mína ef ég vil það fyrir Liverpool sigur. Það er stutt í jól og margir sem treysta á jólagjafir frá GB svo það er alls ekkert útilokað að ég taki því boði.

West Ham United 2 - 0 Crystal Palace (20:00 á morgun)
David Moyes. Þarf að segja meira? Tvö mörk úr föstum leikatriðum og flunkandi sóknarbolti eins og þeim er von og vísa Þau verða helvíti góð Evrópukvöldin hjá Tomma Steindórs og félögum í Hammers klúbbnum á Íslandi næsta haust.

Aston Villa 6 - 1 Burnley (18:00 á fimmtudag)
Burnley menn eru hátt uppi eftir sigur á stórliði Arsenal síðustu helgi. Þeir mæta steyptum vegg í þetta skiptið og Aston Villa skorar að vild, Matty Cash leggur upp 3 og sér til þess að fólk sem stundar viðskipti við eistnesku Íslandsvinina fari skælbrosandi inn í jólin.

Sheffield United 1 - 3 Manchester United (20:00 á fimmtudag)
Norska kvennalandsliðið í handbolta (sem leikur til undanúrslita á EM í handbolta á föstudaginn klukkan 19:30 á RÚV) sendir Ole nafna mínum Solskjær, sömuleiðis heyrir Þórir Hergeirsson í honum og sendir honum góða strauma. Í kjölfarið veðrast hann allur upp og taktíkar yfir sig. Úr verður besti leikur United á tímabilinu og hann fær annan langtímasamning eftir leik. Hálf fyndið að hugsa til þess að 28 þúsund falda krónurnar sínar með þessari bjánalega léttu umferð hjá veðbanka íslensku þjóðarinnar.

Fyrri spámenn
Haukur Harðarson - 7 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 6 réttir
Sóli Hólm - 6 réttir
Gummi Ben - 5 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Elísa Viðarsdóttir - 4 réttir
Þorlákur Árnason - 4 réttir
Herra Hnetusmjör - 3 réttir
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner