Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   mán 28. desember 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bára spáir í leiki vikunnar á Englandi
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir.
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir.
Mynd: Breiðablik
Það er spilað í ensku úrvalsdeildinni næstu daga. Spámaður vikunnar er Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir fótboltaþjálfari hjá Kristianstad í Svíþjóð.

Crystal Palace 1 - 2 Leicester (15:00 í dag)
Þessi leikur verður eftir bókinni. Leicester er í þriðja sætinu í deildinni og Crystal Palace í því fjórtánda. Leicester-menn munu mæta á Selhurst eftir að hafa gert jafntefli við United á heimavelli og sækja þrjú stig.

Chelsea 2 - 1 Aston Villa (17:30 í dag)
Aston Villa hefur verið á skriði og mun láta Chelsea hafa fyrir hlutunum í þessum leik, en Chelsea þarf að svara fyrir óvænta tapið gegn Arsenal um helgina og þeir eru með fleiri gæða leikmenn en Villa sem mun skila þeim sigri.

Everton 1 - 3 Man City (20:00 í kvöld)
City-menn hafa ekki verið með neinar flugeldasýningar undanfarið eins og oft áður, en þeir eru að finna taktinn í sínum leik betur og betur. Á meðan er Everton í öðru sæti deildarinnar og vann síðasta leik með marki frá Gylfa. Dominic Calvert-Lewin náði ekki að finna taktinn á móti botnliðinu, en hann mun stíga aðeins upp og skora á móti City. Pickford verður hins vegar mistækur í þessum leik og Manchester City vinnur þægilegan 1-3 sigur.

Brighton 1 - 2 Arsenal (18:00 á morgun)
Arsenal á að klára þennan leik. Þeir unnu Chelsea um helgina og fengu einn auka dag í hvíld á Brighton-menn. Þeir munu halda dampi, koma kokhraustir í leikinn og ná loksins að tengja saman tvo sigra eftir brösótt gengi.

Burnley 1 - 1 Sheffield United (18:00 á morgun)
Burnley hefur verið að vaxa eftir því sem líður á tímabilið og eru í 17. sæti með 13 stig eftir 14 leiki en Sheffield United er á botninum með tvö stig eftir 15 leiki. Sheffield United verður að fara að safna einhverjum stigum og eru í ágætis færi þarna. Þeir ná að kreista út jafntefli í þessum leik.

Southampton 3 - 1 West Ham (18:00 á morgun)
Southampton hefur sýnt góða takta á tímabilinu á meðan það hefur verið smá vesen á Hömrunum. Southampton er þó í níunda sæti og West Ham í tíunda sæti í deildinni eftir 15 leiki. Þetta hljómar eins og uppskrift að drepleiðinlegum jafnteflisleik en Southampton tekur 'solid' heimasigur á St. Mary's í þetta skiptið.

West Brom 1 - 3 Leeds (18:00 á morgun)
Ég, eins og svo margir aðrir fótboltaáhugamenn, hef haft gaman að því að horfa á Leeds þetta tímabilið. Leedsarar munu bjóða West Brom upp í dans sem heimamenn ráða sennilega illa við. Sóknarmenn Leeds munu láta reyna mikið á varnarlínu West Brom og vinna góðan útisigur.

Man Utd 2 - 1 Wolves (20:00 á morgun)
Eins mikið og ég væri til í að sjá Manchester United klúðra þessum leik þá get ég glatt pabba minn með því að ég held að United klári hann. United kom öllum á óvart og vann ekki á útivelli, heldur gerðu þeir jafntefli um helgina. Þeir verða að vinna þennan leik til að halda í við efstu lið deildarinnar og þeir muna gera það, 2-1.

Tottenham 2 - 0 Fulham (18:00 á miðvikudag)
Tottenham er vel skipulagt lið og hafa þeir verið góðir það sem af er þótt að úrslitin falli ekki alltaf með þeim. Fulham hefur verið svolítið í jafnteflum og eru ekki að skora mikið af mörkum þó þeir gætu alltaf lætt inn einu. Ég held að gæðamunurinn á leikmannahópnum muni skilja á milli þarna og Tottenham vinnur þægilegan 2-0 sigur.

Newcastle 0 - 3 Liverpool (20:00 á miðvikudag)
Mínir menn í Bítlaborginni hafa verið á góðu skriði þessa dagana og eru efstir í deildinni. Það vantar stöðugleika í Newcastle liðið og það er bara happa glappa á hvaða dag þeir lenda en það mun ekki skipta neinu máli í þessum leik og Liverpool mun taka góðan 0-3 sigur.

Fyrri spámenn
Haukur Harðarson - 7 réttir
Bjarni Þór Viðarsson - 6 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 6 réttir
Sóli Hólm - 6 réttir
Gummi Ben - 5 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Elísa Viðarsdóttir - 4 réttir
Þorlákur Árnason - 4 réttir
Gunnar Birgisson - 4 réttir
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Herra Hnetusmjör - 3 réttir
Ingibjörg Sigurðardóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
2 Chelsea 3 2 1 0 7 1 +6 7
3 Arsenal 3 2 0 1 6 1 +5 6
4 Tottenham 3 2 0 1 5 1 +4 6
5 Everton 3 2 0 1 5 3 +2 6
6 Sunderland 3 2 0 1 5 3 +2 6
7 Bournemouth 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Crystal Palace 3 1 2 0 4 1 +3 5
9 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
10 Nott. Forest 3 1 1 1 4 5 -1 4
11 Brighton 3 1 1 1 3 4 -1 4
12 Leeds 3 1 1 1 1 5 -4 4
13 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
14 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
15 Brentford 3 1 0 2 3 5 -2 3
16 West Ham 3 1 0 2 4 8 -4 3
17 Newcastle 3 0 2 1 2 3 -1 2
18 Fulham 3 0 2 1 2 4 -2 2
19 Aston Villa 3 0 1 2 0 4 -4 1
20 Wolves 3 0 0 3 2 8 -6 0
Athugasemdir
banner